mánudagur, mars 03, 2003
...jæja best að blogga svolítið fyrir svefninn svona sérstaklega þar sem ég þykist vera í einhverju bloggátaki!! Það er svo sem ekkert merkilegt búið að gerast. Fór í skólann í dag og átti fund með kennaranum mínum sem Gummi kom með mér á!! Ástæðan fyrir fundinum var súy að ég ákvað að segja henni hversu mikill nöttari ég er og útskyra afhverju og gekk þetta allt saman bara mjög vel!! :) Svo er bara að rífa sig á lappir klukkan 7 í fyrramálið og drullast í skólann, langt síðan ég hef þurft að mæta svona snemma!! Vá ég er svo rosalega þreytt að ég ætla að fara að koma mér í bólið (svaf rosalega stutt í nótt pg hef ekki fengið mér bjútíblund í dag!!) Heyrðist Gummi vera að skella Simpsons í tækið og stilla það þannig að það slökkvi á sér eftir 90 mínútur þó við verðum bæði sofnuð eftir 10!! Er farin að bursta, skrifa meira á morgun, góða nótt! :*
Engin ummæli:
Skrifa ummæli