...ARG mig langar líka að fara eitthvað!!! Það eru margir að blogga um það í dag að þeir séu að fara eitthvað en við erum ekki að fara neitt!! :'( En ég örvænti ekki sérstaklega þar sem við Gummi vorum einmitt að tala um það áðan (áður en ég las bloggið) að reyna að fara til Danmerkur um páskana!! :) Svo er náttúrulega draumurinn að fara til Þýskalands eða Finnlands í sumar!! Ef það eru ennþá einhverjir sem nenna að spurja mig afhverju Finnland?? þá er svarið "ég var au-pair í Helsinki í rúma 5 mánuði og þetta er frábær borg og ótrúlega falleg (finnst mér amk.!!)!! Svo nú vita allir það!! :) Ég get bara ekki beðið eftir að sýna Gumma allt þar og skreppa svo yfir til Eistlands í einn dag, ég hef nefnilega ekki komið þangað ennþá því það kom óveður þegar ég var í ferjunni þangað og henni var snúið!! :( Þannig að nú er stefnan bara sett á ferðalög á viðráðanlegu verði! :) Það er kanski hægt að fá Magga Villa á nýja bílnum til þess að koma á fleygji ferð til að sækja okkur!! ;) Nei, ég segji bara svona - hehehe!!
Hmmm, eitthvað annað??? Já, skólinn í dag var fínn og ég er að hugsa um að fara að undirbúa tvo fyrirlestra og eitt skriflegt verkefni þar sem ég rökstyð eitthvað rosalega vel!! Sumir hugsa núna HVAÐ það er ekkert mál, puhh rökstyðja smökstyðja!! En það er bara erfitt á sænsku eða það finnst mér amk. Ég veit samt að ég á eftir að standa mig vel í þessu því ég er búin að ákveða það og núna er bara harkan sex eða bara harkan og sex!! ;) Hehehe eru ekki allir í stuði?? Gummi er þokkalega í stuði, hamrar á gítarnum eins og hann hafi gert honum eitthvað!! Gummi yrði fljótur að skamma mig og bjarga dýrmætustu eigninni sinni ef það væri ég sem þjösnaðist svona á garminum!! Jæja er hætt þessu bölvaða bulli, njótið vel!!!
Konur hafa oft á tíðum... ...og það hef ég líka!!!
Engin ummæli:
Skrifa ummæli