fimmtudagur, mars 13, 2003
...já ég er bölvaður letingi og ég veit það!! :P Nei í alvöru talað ég bara gleymdi að blogga í gær og fyrradag og það er svo sem skiljanlegt þegar maður lifir svona rosalega hröðu og skemmtilegu lífi eins og við Gummi gerum!! :) Hehehehe Annars komst ég loksins í boxið í dag og það var alveg frábært hreint út sagt en erfitt líka og tók þokkalega á svuntunni sem var að hamast við að myndast á maganum á mér en er á hraðri leið í burtu aftur!! :) Það sem stóð upp úr í boxinu var þegar ég átti að kýla í púða sem Kristín hélt á og sparka svo í hann því þá rifnuðu buxurnar mínar í klofinu og ég hef aldrei á ævi minni heyrt efni rifna með svona háu hljóði!!!! Kristín hafði meira að segja orða á því hvað þetta var hátt rifnihljóð!! En það var ekki nóg að buxurnar hefðu rifnað þegar helmingurinn af tímanum var ennþá eftir heldur þurfti ég endilega að vera í alveg skjannahvítri brók, það hreinlega lýsti af henni út um gatið í klofinu!!! :S Frábært ekki satt??? Sumir hefðu nú bara hætt en ég var nú ekki á þeim buxunum (enda varla í buxum lengur heldur bara í einhverjum tægjum!!!) og kláraði tímann með öllum þeim spörkum og glenningum sem því fylgdi!! :D Hehehe ég er glennan ógurlega og fer ekkert leynt með það!!! :) Annars er bara kominn tími til að sturta sig því ég er ekki ennþá búin að því síðan ég kom heim klukkan hálf 22!! Ok, ég skil alveg að þegar þið eruð búin að lesa þetta blogg og það frá síðasta laugardegi að þið haldið að ég sé algjör skítalabbi og fari aldrei í bað og sé alltaf með svitalyktina í bandi á eftir mér en það er bara ekki satt!! Þegar ég kom heim þurfti ég aðeins að slappa af og skoða Moggan og Aftonbladet á netinu og svo gleymdi ég bara tímanum og þá hringdu mamma og pabbi!! Skiljanlega gat ég ekki farið í sturtu á meðan ég talaði í síman þó það sé nógu löng snúra en síminn sjálfur er bara því miður ekki vatnsheldur!! :( Svo þegar þessu langa, langa, langa símtali lauk ákvað ég að blogga svo ég mundi ekki gleyma því og þá vitiði það - ég er ekki skítalabbi!!! :) Hehehe er hætt þessu pikkæði og farin í sturtu og svo ætla ég að fá mér að borða, ég veit alveg að klukkan er orðin 00:45 og mé rer bara alveg sama ég bara verð að fá að borða núna!! Góða nótt eða góðan mat!! :)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli