laugardagur, mars 15, 2003

...takk Grétar fyrir að staðfesta að ég er engin subba, mér hlýnaði um hjartaræturnar við að heyra þetta og sjálfsálitið hækkaði!! :) Ég gleymdi ekki að blogga í gær ég bara meikaði það ekki því ég fékk svo illt í magan!! :( Núna hugsa kanski sumir "bíddu þú sagðir illt í magan en ekki í hendurnar" en þá svara ég bara "ykku rhefur greinilega aldrei verið illt í maganum því ég gat bara varla hreyft mig fyrir verkjum!! Er farin að fá oft illt í magan stuttu eftir að ég borða og ætla þess vegna að panta mé rtíma hjá lækni á mánudaginn - ég er svo dugleg!! :)

Annars á hún amma Sigga afmæli í dag og ég held að ég ljúgi ekki þegar ég held því fram að hún sé 86 ára kerlingin. Hún lítur nú samt alls ekki út fyrir að vera meira en svona 70 ára hún er alltaf svo hress og alltaf að gera eitthvað, baka, elda, passa, handavinnast eða föndra, spila eða í líkamsrækt. Ég ætla að vona að ég verði svona hress þegar ég verð komin á hennar aldur!! :) Ég er búin að senda henni afmæliskort og svo ætla ég að hringja í hana í dag, er svo rosalega obboslega góð sonardóttir!!! :) Ég reyndar sendi 3 kort á fimmtudaginn, eitt til ömmu, eitt til Önnu vinkonu minnar sem á 90 ára afmæli í dag og svo sendi ég loksins heillaóskabrúðkaupskort með smá glaðningi til Sirrýjar frænku og Hrafnkels (mátti ekki seinna vera, giftu sig fyrir nokkrum vikum!!!). Þetta er kanski ekki frásögu færandi, varð bara að láta fólkið mitt heima vita að ég hugsa alveg um það!! Næst á dagskrá er svo að senda ömmu Gústu (þá verð ég búin að senda öllum ömmunum mínum kort) og Lillu frænku kort (kanski bréf líka ef ég verð í stuði). Var nefnilega´búin að lofa að senda Lillu póstkort frá Skövde því hún safnar póstkortum sem hafa póststimpil og frímerki. Það er nú svo lítið mál að senda eitt póstkort að ég skil ekki afhverju ég er ekki búin að því!?!?!?!?! Svo ef ég finn fingurbjargir merktar Skövde þá kaupi ég svona 2 stk. og sendi Siggu systur hennar mömmu því hún safnar svoleiðis (og á ekkert smá stórt og flott safn!!!). Ég þarf endilega að fara að safna einhverju svo fólk muni eftir mér og ég fái kanski stundum pakka!! ;)

Jæja nóg af pikki, það er þvotta og þrifa dagur í dag hjá mér og svo er skyndibiti í kvöldmatinn (mmmm mmmm mmmm McDonalds - furðulegt hvað þeir eru betri hér en á Fróni, það eru allir sammála um það!!!)). Ég er ekkert að svindla með þessum skyndibita það stendur á tveggja vikna matseðlinum okkar: Laugardagur 15. mars 2003 - skyndibiti!! Það stendur líka næsta laugardag *slurp* !!!! :)

Engin ummæli: