sunnudagur, mars 30, 2003

...var að klára að horfa á The Hurricane og sú mynd kom nú bara mjög á óvart. Ég bjóst eiginlega ekki við neinu og var heldur ekki alveg að nenna að horfa á hana en vá mér finnst hún þvílíkt góð og auðvitð grét ég alveg heilan helling!! ;) Enda ekki annað hægt þegar maður fær mannvonskuna svona beint í æð, að ein manneskja geti ákveðið að eiðileggja líf annarar manneskju bara vegna þess að hún fer í taugarnar á honum er bara ekki eðlilegt en þekkist því miður allt of vel!! :( Fyrir þá sem ekki vita er þetta sannsöguleg mynd! Nóg um það, ég fór í partý í gær og það var fínt! :) Drakk samt ekkert því mig langaði ekki til þess og fór svo bara snemma heim!! Það var partý á Regemented en þar býr einmitt Viktoria vinkona mín, ég hef bara varla hitt hana síðan fyrir jól þannig að það var frábært að fara og spjalla aðeins! :) Hitti líka Ninu og Lindu og fullt af ókunnugu fólki sem var mismunandi mikið drukkið, sumir voru svo drukknir að þeir héldu ekki áfenginu í glösunum!! Fyndna var samt þegar við 4 vorum inni hjá Viktoriu því hún var að laga hárið á Lindu, þá er allt í einu hurðin rifin upp og inn veður stelpa sem býr víst á ganginum. Hún verður pínulítið hissa á að sjá okkur en spyr svo hvort hún megi ekki fara á klósettið. Viktoria segir að það sé alveg sjálsagt en spyr afhverju hún noti ekki sitt eigið klósett. Svarið sem hún fékk var "það er alltof löng biðröð þar"!!! Enda var svo rosalega mikið af fólki þarna að maður komst ekki inn í lókalinn svo það voru mörg lítil partý út um allt sem maður gat bara vaðið inn í eins og manni sýndist! :) En þvílíka fýlan sem var þarna!!! Ég hélt að það hefði verið vond lykt hérna á ganginum þegar Malin var með stelpupartý inni hjá sér. Við Gummi vorum þá á leiðinni eitthvað út en þegar við opnuðum hurðina fram kom sambland af áfengis-, hárspreys- og ilmvatnslykt á móti okkur -ojbara þvílík fýla!!! Á Regemented var þessi sama fýla plús svita- og táfýla nema bara af rúmlega 100 manns í staðinn fyrir af 6 stelpum!! Nú skulið þið loka augunum og ímynda ykkur fnykinn!! Ég öfunda amk. ekki þá sem þurftu að þrífa þarna í dag og ég býst við að það séu allir þar sem nánast öllherbergi voru opinn fyrir alla!!!

Engin ummæli: