...á blogginu hennar kemur fram að ég hafi verið "vant við látin´" í dag og þess vegna hafi ég ekki komist í Power Strike. Þetta finnst mér hljóma eins og ég hafi verið dauðadrukkin í gær sem ég var alls ekki. Við Gummi fórum reyndar í partý til Finns og Rúnu en það eina sem ég drakk var einn kaffibolli með mjólk og þrjú glös af vatni. Skilst reyndar að byttan hann Gummi hafi drukkið einn sopa af viskí og varð ég alveg brjáluð yfir því, hann var búinn að segja að hann ætlaði ekki að drekka neitt!!!! ;) Það var mjög gaman í þessu partýi og óvenjulegt að sjá svona marga íslendinga saman komna með jafn lítið af áfengi í fórum sínum, óvenju margir voru edrú og svo nokkrir sem fengu sé bara svona smá!! :)
Alltaf jafn yndislegir þessir sunnudagar, sérstaklega þegar maður vaknar of seint í ræktina og hendist út um allt herbergi í hæfilega pirruðu skapi. Er svo kominn í íþróttagallann og skóna og búinn að setja í töskuna þegar magaverkirnir fara að herja á litla mallanum mínum!! :( Ég held að Írak sé inni í maganum á mér amk eru sprengingarnar og læti þarna inni örugglega álíka og þessar hjá Persaflóa!!! Ég sem sagt snéri við frammi á gangi, fór inn í herbergi, háttaði mig og lagðist upp í rúm og hafði það slæmt!! :( Góðu fréttirnar eru þær að ég er búin að fara til læknis svo þetta fer vonandi allt að lagast!! :)
Fréttaskot til mömmu og pabba: Gummi er búinn að senda ykkur það sem við lofuðum að senda fyrir rúmri viku!!! Hitt sem við lofuðum að senda er tilbúið en ég ætla að senda lítið bréf með svo það kemur kanski á morgun en ég lofa samt engu um það!! Þetta mikilvæga er amk.komið til ykkar!! :)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli