þriðjudagur, mars 25, 2003
...þá er enn einn dagurinn liðinn í Skövde og það gerðist svo sem ekkert merkilegt! Jú ég keypti mé reina flík!! :) Svartan bol með japönsku eða kínversku sniði og munstri á bakinu, svakalega flottur finnst mér!! :) Ég er amk. mjög ánægð, var búin að hugsa um þennan bol í marga, marga daga! Næst á dagskránni er að kaupa bakpoka því minn er bilaður, dettur alltaf af mér því franski rennilásinn er ónýtur!! Ég get sagt ykkur að það að missa bakpokann af sér í tíma og ótíma er að gera mig þunggeðveika og um daginn varð é gsvo pirruð þegar ég var búin að missa hann 3svar af mér áður en ég var komin í skóna að ég sparkaði honum langar leiðir frammi á korridornum!! :) Annars er bara sól og sumarylur í dag! :) Þegar ég sat við tölvuna í dag og var að drekka vanilluheilsudrykk og sá sólina skína fór ég í alveg rosalegt sumarskap og leið eins og ég væri í Shell á Seyðisfirði að drekka sjeik, inni í felum fyrir góðaveðrinu í smá stund!! :) Bjóst nú samt við því að þetta væri bara gluggaveður þannig að ég fór í peysu, jakka og setti upp vettlinga að venju en það voru mjög stór mistök því ég var alveg að bráðna!! Jæja nóg í bili, þarf að fara að sofa því ég þjáist að síþreytu (fínt orð yfir leti!!)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli