þriðjudagur, mars 11, 2003

...það er ennþá mánudagur hjá mér svo ekkert vera að skamma mig!! :) Reyndar er eiginlega komin þriðjudagsmorgun því klukkan er 06:13 en þegar maður er ekkert búinn að sofa þá er ekki kominn nýr dagur!! Já eða sko náttúrulega kemur nýr dagur ef ég fer ekkert að sofa en þar sem ég er á leiðinni í rúmið þá er bara ennþá mánudagur hjá mér og ekkert kjaftæði!! Það er nefnilega frí í skólanum hjá mér á morgun því það er kennaradagur fyrir hádegi og venjulegur dagur byrjar eftir hádegi en þar sem ég á bara að vera í skólanum til 13:15 þá þarf ég ekkert að mæta!! :) Hann Jan sem kennir mér Svenska Tal nennir nefnilega ekki að kenna okkur í korter!! Bölvuð leti er þetta í manninum - hehehe!!! En þar sem það er frí í skólanum á morgun var alveg bráðnauðsynlegt að vaka í alla nótt bara svona til að snúa sólarhringnum við svo ég þurfi að snúa honum aftur við á miðvikudaginn!! Það er flókið að vera ég!! :) Ég dreif mig í Body Pump í dag og tók hana Möddu með mér. Það var þræl gaman en geðveikt púl og ég hélt að greyið kálfarnir mínir sem eru með hrottalegustu harðsperrur sem ég hef nokkurntímann fengið mundum bara ekki meik allar þessar hnébeygjur og hvað þetta nú heitir allt saman! Ég fór nefnilega í einhver rosa tíma með Krisínu á laugardagsmorguninn og ég fékk svo mikla harðsperruverki í kálfana eftir það að ég þurfti að ganga á tánum því ef hælarnir snerrtu gólfið gat ég ekki staðið bein!! Hvað leggur maður ekki á sig fyrir útlitið og geðheilsuna??? Já krakkar mínir það er margt skrýtið í kýrhausnum (ég er sko belja eða réttara sagt naut!!). Jæja þá er best að fara að bursta og pissa og drífa sig að sofna áður en klukkan hans Gumma hringir, það væri nú alveg hræðilegt að hitta hann áður en hann fer í skólann eða hvað...??? Er farin að horfa á Andy pandy og Walter Melon og kanski Digimon eða Sailor Moon ef ég get ekki sofnað alveg strax!! Hmmm svolítið gruggugt að ég kunni barnaefnisdagskránna utanbókar en hvað get ég sagt ég fýla bara barnaefni!!! :)

Engin ummæli: