föstudagur, mars 07, 2003
...jæja hérna kemur föstudagsbloggið - ta ta ta ra damm!! Hmmm ég gerði ekkert í dag nema hanga í tölvunni og þvo þvott. Jú annars ég eldaði geðveikt gott taco og notaði sveppahakk í staðinn fyri rvenjulegt *slurp* hvað það var gott!! :) Mér tókst nefnilega að sofa yfir mig í morgun, átti að mæta í 1 klst í skólann!!! Þannig að ég er "veik" heima í dag og langar út!! :( Planið í kvöld er að sitja heima og glápa á imbann og borða snakk!! Já og ætli planið fyrir annað kvöls sé ekki eitthvað svipað!! Bara að taka því rólega svo ég geti vaknað í skólann á mánudaginn, alveg ótrúlegt að sofa svona yfir sig!! Svo þegar Gummi kom heim í hádegismat spurði ég afhverju hann væri kominn svona snemma heim - ég er algjör vitleysingur!!
Engin ummæli:
Skrifa ummæli