...sjitt hvað klukkan er orðin margt!!! :S Festist í að skoða austfirðingablogg og verð ég nú bara að segja að það var mjög áhugavert og skemmtilegt!! :) Annar í austfirðingablogglestri á morgun því klukkan er að verða fimm hérna í Svíaríki. Það er sagt að ef svíi er óvart á ferli seint um kvöld og sjá ljós í glugga þá segji hann "þarna búa greinilega íslendingar". Málið er að seint hjá svíum er frekar snemmt hjá okkur!! Td. sáum við Gummi aldrei neina elda kvöldmat hérna á korridornum og vorum við mikið að pæla í hvort þessi eftirlætisbörn sem búa með okkur borðuðu bara yfirleitt ekki neitt! Svo komumst við að því að þau borða "kvöldmat" um klukkan 1700!! :S Hvað er það?? Þá á maður að vera að fá sér smá stillituggu svo maður deyji ekki úr hungri fram að kvöldmatnum sem er borin á borð á kvöldmatartíma!!!! Talandi um svefntímann þá fara svíar (amk. þeir sem ég kannast við) mjög snemma að sofa. Ok, fyrir mína parta þá er snemmt að vera sofnaður löngu fyrir miðnætti þó það sé skóli klukkan 0800 morguninn eftir! Svo er hin hliðin á þessu máli, væru íslendingar kanski minna fúllyndir og ekki eins feitir ef þeir tæku upp á þessum sænsku lifnaðarháttum??? Þetta er spurning sem erfitt er að svara en eitt er víst og það er það að eitthvað hafa svíarnir gert til að verða fittasta þjóð í heimi!! Kanski var það pylsuát???
Farin að bursta, verð að vera sofnuð áður en Gummi vaknar klukkan 0730 og þar sem ég get nú ekki sofnað nema fá mér annað hvort línu (í bók sko!!) eða glápa/hlusta á eitthvað í imbanum er víst best að fara að koma sér í bælið. Tæmerinn á tívíinu verður að vera búinn að slökkva á því áður en Gummi vaknar því þá er öllum sönnunargögnunum um sjónvarpsgláp mitt eytt!! Tja fyrir utan þetta blogg en það skiptir ekki máli því Gummi kann ekkert að lesa því ég bannaði honum það!!! ;)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli