sunnudagur, mars 09, 2003
...ætla að byrja á því að koma því á framfæri að það er ennþá laugardagur hjá mér og því er ég ekki að sleppa úr degi í bloggátakinu!! :) Núna er klukkan 4:53 og Gummi og Ari eru að horfa á Formúlu 1 á nýju sjónvarpsstöðinni TV 4+ sem ég hafði mikið fyrir að stilla inn á tækið og endurraða stöðvunum og merkja hvað þær heita meðan Gummi var að leika sér í afþreyjingartölvunni okkar! :) Ég er svo mikil tæknikona að annað eins hefur ekki sést hérna megin við miðbaug! :) Annars var þessi laugardagur frábrugðin mörgum öðrum að því leyti að ég vaknaði löngu fyrir hádegi!!! Nú veit ég að þeir sem þekkja mig vel taka andköf, svo hissa eru þeir á þessu! :) Ástæðan fyrir því að ég vaknaði klukkan hálf 11 var sú að ég var komin með nóg af letibykkjunni sem var búin að bíta sig fasta við rassinn á mér og ákvað að hrissta hana rækilega af með því að skella mér í ræktina með Kristínu!! Við vorum svakalega duglegar og svitnuðum herfilega og fengum andarteppu og svimaköst og ég veit ekki hvað og hvað!! Ok, við erum ekki alveg í svona lélegu formi - hehehe - en betra á það að verða og þess vegna er stefnan sett á að mæta í þennan palla + lóða tíma á laugardagsmorgnum á næstunni! Þegar við vorum svo komnar heim rennsveittar og geðslegar, búnar að tala frá okkur vit o grænu hérna fyrir utan eins og kvenna er siður, fattaði ég að ég hafði gleymt lyklunum mínum!! :( Þá var um tvennt að velja, nr.1 var að sitja í ógeðslegu setustofunni okkar og bíða þar í 3 klukkustundir eða nr.2 að labba til baka, á bókasafnið, og trufla Gumma aðeins. Auðvitað valdi ég það síðarnefnda og truflaði hann vel og lengi, snýkti pening fyrir kakóbolla og 1 dós af sódavatni og sat svo og var að lesa Moggann! Hvað varðar svitalykt þá kvartaði enginn en á hinn bóginn voru engir á kaffistofunni og hver veit, kanski var það vegna svitalyktarinnar?!?!?! Ég ákvað semsagt að kíkja í smástund í Moggann og ætlaði svo að halda heim á leið og skola svitann niður um niðurfallið í sturtunni. Þessi pínusstund varð að 3 klukkutímum og var ég samferða Gumma heim klukkan 16!! Svitalyktin hvarf svo á meðan fiskurinn bakaðist í ofninum!! :)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli