...ég er ennþá lasin, en finnst ég vera að hressast svo ég ætla að drífa mig í skólann á morgun!! Ég þarf að labba í 25 mín til að vera í skólanum í 60 mín og labba svo aftur heim, sem tekur reyndar styttri tíma en að labba þangað - hmmm undarlegt en satt!! Ég sem sagt missti af því aðra vikuna í röð að fara í box!! :( En boxið er ekkert að fara neitt svo ég dríf mig í næstu viku en ætla að drífa mig í einhverja skemmtilega tíma eins og Body Pump einhverntímann í vikunni!! :) Harðsperrur, harðsperrur, harðsperrur, aahhh það er svo gott að geta ekki hreyft sig fyrir harðsperrum sérstaklega þar sem ég er ap taka aðeins lengra vetrarfrí en ég ætlaði mér, það er orðið 2 vikur!! :( En ég fékk engu ráðið um þessa flensu, hún gerði engin boð á undan sér bölvaður dóninn!! Ef hún hefði td. sent skeyti til að ath. hvort að þessi fyrirhugaða heimsókn hennar henntaði mér hefði ég verið fljót að senda annað til baka og segja alls ekki en má ég hafa samband við þig þegar mér finnst ég ekki vera búin að læra nóg undir eitthvað próf??!!!!
Hehehe Gummi er í eldgömlu Nintendo tölvunni minni núna því ég "stal" heimilisleikjatölvunni okkar frá honum!! :) Svo nú hljómar Maríó 1 lagið um allt herbergið en það er ekkert sem mér finnst leiðinlegt því ég er einlægur Nintendi aðdáandi sem á Nintendo Game Boy Advance og dreymir um að eignast Nintendo Game Cube (kanski mamma og pabbi vilji gefa mér svoleiðis í afmælisgjöf!!!) Hehehe maður má alltaf láta sig dreyma!! :) Jæja er hætt, ætla að fara að tala við Gyðu og Ástu (í fyrsta skipti) á msn-inu!
Engin ummæli:
Skrifa ummæli