mánudagur, mars 24, 2003

...jæja þá er ég búin að horfa á alla Óskarsverðlaunahátíðina, alveg svaka dugleg!! :) Man ekki eftir að hafa áður horft á allan pakkann en það hlýtur bara samt að vera! Kanski eru minningarnar sem ég á frá þessari hátíð bara allar frá samantektarþáttum sem voru sýndir á Stöð 2 í marga, marga daga á eftir?!?!?! Ég er líka alltof tilfinninganæm, ég grét og hló og snýtti mér alveg heilan helling yfir þessu! Það skipti ekki máli hvort ég "þekkti" fólkið eða ekki ég bara samgleðst þeim svo mikið og sérstaklega þeim sem sýna það alveg hvað þeir eru glaðir og ánægðir. Þegar Kata-Zeta fékk sín verðlaun fyrir besta leikkona í aukahlutverki grét ég meira en hún sjálf og samt ér hún með hormónana á fullu sökum þess að hún er komin að fæðingu!! Gummi sagðist einmitt ekki þora að eignast barn með mér því ég er svo rosalega tilfinningarík venjulega og hann þorir ekki að hugsa til þess hvernig ég verð þegar ég verð ólétt!! :)

Hehehe Lovísa, ég benti bara á þetta svona til öryggis. Þannig að ef vinir og ættingjar kíkja á bloggið þitt þá vita þeir að ég var ekki full bara magalasin!! :) Allur er varinn góður eða er það ekki annars?!?! ;)

Engin ummæli: