fimmtudagur, maí 17, 2007
...þá er gamla settið mitt í bænum og við búin að stússast ýmislegt. Laugarvegurinn var tekinn á þriðjudaginn í blíðskaparveðri og stoppað á 2 kaffihúsum þar ásamt nokkrum búðum en fyrst borðuðum við dýrindis smörrebröd á Jómfrúnni og drukkum hvítvín með. Um kvöldið fórum við Gunnar svo með þau á NanaThai að borða gómsætan asískan mat úr fyrstsa flokks hráefni og Tælenskt rauðvín með, það var mjög bragðmikið en gott og passaði vel við sterka réttinn. Í gær skruppum við svo í Smáralindina og mamma bætti aðeins í fataskápinn sinn. Ég keypti mér kjól á 3000 kr og er mjög sátt við það verð, Vila klikkar bara ekki á þessu. Borðuðum svo súpu og sjávarrétti á Madonna og höfðum það gott til klukkan 22 þegar ég skrapp í bíó með Gunnari, Herdísi og Mikka. Spiderman 3 varð fyrir valinu og ég er bara mjög sátt við hana, hló og grét og allur pakkinn bara. Í dag var svo frí frá búðum, smá kaffihús og svo matur hjá tengdó. Tengdafólkið okkar beggja að hittast í fyrsta skiptið. Gerða eldaði geðveikt góðan mat og Ásgeir klikkaði ekki á grillinu. Þetta gekk alveg rosalega vel og allir spjölluðu heil ósköp um alla heima og geima, gæti bara verið að við leyfum þeim að hittast aftur við tækifæri! Á morgun er svo stefnan sett á Kringluna og svo að borða í Perlunni. Mömmu og pabba langaði svo að bjóða okkur Gunnari fínt út að borða útaf afmælunum okkar og Gunnar þrítugur og allt það. Ég hlakka mjög til, hef aldrei borðað þarna, bara rétt skroppið á kaffiteríuna einu sinni fyrir mörgum árum og minnir að ég hafi borðað amerískan kleinuhring, örugglega með karamellu...
miðvikudagur, maí 09, 2007
...þá er Gunnar líka búinn að eiga afmæli, karlinn varð þrítugur á mánudaginn. Var einmitt að kaupa afmælisgjöfina handa honum í dag, ég, mamma og pabbi og kannski einhverjir fleiri gáfum honum video-flakkara. Hann sagði að það væri góð tilfinning að halda á honum. Nú þarf bara að fara að finna eitthvað til að setja á hann, held að það verði ekkert voðalega erfitt.
Við héldum sameiginlegt afmæli í spilasal Nexus á laugardaginn. Þar var boðið upp á bjór og rauðvín, stuð, glens og gaman og held ég að allir hafi farið sáttir út aftur. Við fengum nokkrar góðar gjafir, ég fékk td. loðkraga og við fengum bjórglös, bjór, vín, leikhúsmiða og pening til að fara út að borða. Gunnar fékk bækur og viskí og ýmislegt fleira skemmtilegt. Eina sem ég varð sár yfir var að mjög fáir af þeim sem ég bauð mættu. Að vísu var slatti búin að afsaka sig með veikindum og því fólki er fyrirgefið en allir hinir?? Hefði verið allt í lagi að láta vita! Þegar ekki er látið vita er búist við fólki og gert ráð fyrir því í innkaupum. Dónaskapur og aftur dónaskapur segji ég. Mamma mín ól mig amk betur upp en þetta...
Við héldum sameiginlegt afmæli í spilasal Nexus á laugardaginn. Þar var boðið upp á bjór og rauðvín, stuð, glens og gaman og held ég að allir hafi farið sáttir út aftur. Við fengum nokkrar góðar gjafir, ég fékk td. loðkraga og við fengum bjórglös, bjór, vín, leikhúsmiða og pening til að fara út að borða. Gunnar fékk bækur og viskí og ýmislegt fleira skemmtilegt. Eina sem ég varð sár yfir var að mjög fáir af þeim sem ég bauð mættu. Að vísu var slatti búin að afsaka sig með veikindum og því fólki er fyrirgefið en allir hinir?? Hefði verið allt í lagi að láta vita! Þegar ekki er látið vita er búist við fólki og gert ráð fyrir því í innkaupum. Dónaskapur og aftur dónaskapur segji ég. Mamma mín ól mig amk betur upp en þetta...
miðvikudagur, maí 02, 2007
...afmælisdagurinn kominn og farinn og gekk bara vel fyrir sig. Fékk gjöfina frá Gunnari kl 2 á aðfaranótt mánudagsins og það var hvorki meira né minna en nintendo ds tölva. Ég vissi varla hvernig ég átti að haga mér þegar ég hafði opnað pakkann, þetta var svo mikið og ég var svo glöð því mig er búið að langa í hana svo lengi. Á afmælisdaginn fórum við Gunnar aðeins í Kringluna fyrir hádegi til að fara í Bónus og ríkið og fá okkur að borða. Svo fó ég aðeins aftur í Kringluna með Klemensi eftir hádegi og svo bara heim að slappa af og leggja mig aðeins fyrir kvöldið. Fór svo í fylgd nokkurra kærra vina á Eldsmiðjuna og fékk dýrindis pizzu sem passaði svona flott í magann minn. Þegar heim var komið var korkurinn dreginn úr stórri rauðvínsflösku og þessir fáu en góðu gestir sem ég bauð fóru að tínast inn um dyrnar. Ég fékk góðar gjafir eins og glös, eyrnalokka, pening, rauðvín og málverk, fékk fullt af knúsi og kossum og svo afmælissönginn á ensku. Einhverntímann eftir miðnætti fóru svo nokkur af okkur út á lífið þar sem var tekinn fordrykkur á Celtic Cross og svo dansað gat á gólfið á 11-unni. Ég var alveg búin í fótunum og labbaði heim á tánum eftir alla þessa snúninga á dansgólfinu. Vá hvað það var gaman!!! Var samt eitthvað fúl á leiðinni heim en það lagaðist leið og þreyttu fæturnir mínir komust yfir þröskuldinn. Takk allir sem gerðu daginn minn skemmtilegan með kveðjum, gjöfum og fyrir að vera með mér. Best af öllu er að finna að fólk muni eftir manni, það er ómetanlegt...
föstudagur, apríl 27, 2007
...eftir kvöldið í kvöld verð ég fræg og kannski Gunnar bara líka! Vorum að módelast fyrir Herdísi, hún er í einhverjum stíliseringar myndakúrs í Listháskólanum. Ég var ekki að nenna að fara og farið að dreyma afsakanir en þegar ég var komin á staðinn var þetta svo bara þrælgaman allt saman og tíminn bara flaug frá okkur. Nú er bara að vona að ég hafi staðið mig vel og þurfi ekki að skammast mín fyrir útkomu myndanna. Hver veit nema ég pósti einni í framtíðinni ef ég fæ leyfi, Herdís lofaði amk að senda okkur nokkrar myndir við tækifæri en ég pressa ekkert á það strax enda nóg að gera hjá henni núna.
Hef lítið annað gert undanfarið en að bjútíblunda og fara á kaffihús fyrir utan að vera veik. Ætlaði aldrei að ná þessu almennilega úr mér og er búin að vera hálf drusluleg í fleiri daga en held að þetta sé að verða gott núna *7-9-13* eftir mikla baráttu og mörg töp! Svo er ég búin að skrópa í vinnuna mína *roðn* lofaði að þrífa hjá Nedda frænda áður en hann kæmi frá Spáni en var svo drusluleg að ég nennti ekki. Ætli ég fari ekki á morgun og geri eitthvað extra mikið svona til að minnka samviskubitið. Sendi reyndar yfirleitt sms daginn áður svo það sé búið að taka saman í eldhúsinu og blaðarusl og þannig en ég á það svo sem alveg skilið að gera það sjálf núna. Sé til hvort ég nenni því, annars fer ég eftir helgi...samt ekki á mánudaginn því þá ætla ég næstum bara að gera skemmtilega hluti. Vitiði afhverju??? Þetta er getraun...
Hef lítið annað gert undanfarið en að bjútíblunda og fara á kaffihús fyrir utan að vera veik. Ætlaði aldrei að ná þessu almennilega úr mér og er búin að vera hálf drusluleg í fleiri daga en held að þetta sé að verða gott núna *7-9-13* eftir mikla baráttu og mörg töp! Svo er ég búin að skrópa í vinnuna mína *roðn* lofaði að þrífa hjá Nedda frænda áður en hann kæmi frá Spáni en var svo drusluleg að ég nennti ekki. Ætli ég fari ekki á morgun og geri eitthvað extra mikið svona til að minnka samviskubitið. Sendi reyndar yfirleitt sms daginn áður svo það sé búið að taka saman í eldhúsinu og blaðarusl og þannig en ég á það svo sem alveg skilið að gera það sjálf núna. Sé til hvort ég nenni því, annars fer ég eftir helgi...samt ekki á mánudaginn því þá ætla ég næstum bara að gera skemmtilega hluti. Vitiði afhverju??? Þetta er getraun...
mánudagur, apríl 16, 2007
...þar kom að því, ég er lasin og það frekar illa! Ég sem var að tala um það á laugardaginn hvað það væri langt síðan ég hefði orðið almennilega lasin og gerði meira að segja 7-9-13 í tréborðplötu. En allt kom fyrir ekki og ég ligg heima með allan pakkann og er alveg raddlaus þar að auki. Kemur bara eitthvað hvæs þegar ég reyni að tala, Klemensi til mikillar skemmtunar. Hef það samt ótrúlega gott, bý mér til gott bæli Gunnar megin í rúminu með fullt af koddum undir mér og svo tölvuna, vatn, varasalva, gemsa, Lúlla, dvd í haugum, verkjalyf og nammi allt í kringum mig svo ég þurfi helst ekki að standa upp. Dreymdi í dag að ég væri að reyna að tala við pabba í símann og hann heyrði ekkert í mér og skellti á. Ég varð mjög sár. Þetta væri lífið ef væri ekki fyrir beinverkina, svitann og leiðinlega drauma...
laugardagur, apríl 14, 2007
...páskarnir teknir í faðmi fjölskyldunnar á Seyðisfirði. Var á einhverjum bömmer svona viku fyrir páska og hringdi í mömmu þá sagðist hún hafa verið að hugsa um að bjóða mér heim kvöldið áður svo ég var fljót að segja já með tilheyrandi gleði ekkasogum. Flaug á miðvikudeginum fyrir páska og byrjaði á því að fylgja pabba á bryggjuna því karlinn þurfti á sjóinn, svo var heimsókn til ömmu og Lillu, það voru 2 flugur í einu höggi því amma var hjá Lillu. Svo byrjaði ballið...á skírdag var byrjað á fermingarveislu hjá Daða þar sem ég þurfti að hemja mig í átinu á gúmmelaðinu því ég var á leiðinni í brúðkaup á eftir. Eygló frænka mín og Dánjal voru að hnýta hnútinn og gerðu það sko með stæl. Flottur matur, ræður, söngur (bæði hóp og ein), skemmtiatriði og svo ball og spjall. Kom heim klukkan hálf 6 og var ekki einu sinni næstum því síðust heim! Á föstudaginn langa var svo 2. í fermingu hjá Daða því við gleymdum að setja peninginn í umslagið!!! Svo matur heima með einn gest, smá partý og svo djammið í Herðubreið. Allt saman alveg rosalega gaman. Eftir þetta var ég svo þreytt að ég svaf í sólarhring og vaknaði fyrir 7 á páskadagsmorgun og var örugglega sú fyrsta á Seyðisfirði til að opna páskaeggið eða klukkan 7:15. Svo vorum við með Gúu og Steina í mat og sátum svo að sumbli til klukkan 6 með tilheyrandi spjalli og hlátrasköllum. Mánudagurinn var tekin frekar rólega og snædd kengúra, alveg hrikalega góð og farið svo í 3ja í fermingu hjá Daða. Smá svona fjölskyldu kaffi fyrir pabba og auðvitað okkur hin til að hjálpa þeim að klára allar kökurnar. Þriðjudagurinn var svo heimsóknardagur, Steini og Gúa aftur í mat og svo kertaljósaspjall þar til var ákveðið að fara í eitt glas niður á Láruna. Það endaði með roknar djammi því þar var fullt af fólki og allir svo glaðir og kátir, skemmtilegir og spennandi og góðir vinir. Endaði í partýi og var samferða Steina frænda heim klukkan 7 um morguninn!!! Mættum slatta af fólki sem var á leiðinni í vinnuna!!! En þrátt fyrir mikla djamm páska voru þetta örugglega bestu páskar sem ég hef átt lengi, er amk mjög sátt við minn hlut.
Kom svo heim á miðvikudagskvöld og fór næstum strax að sofa, var svo þreytt eftir þriðjudaginn. Gunnar fór líka að lúlla því hann var hálf slappur með hálsbólgu og einhvern skít. Í gær var okkur svo boðið í mat til Mikka og Herdísar og fengum kjúlla-nachos. Alveg svakalega gott hjá þeim og bjór og hvítvín með. Við spiluðum og spjölluðum til rúmlega miðnættis en þá var allt gamla fólkið orðið svo þreytt að við kvöddum og ég heim að sofa, snemma einu sinni en! Í dag var svo Kolaport, Laugarvegur og Smáralind með Siggu og Klemensi í góða veðrinu. Núna er ég bara ein heima, Gunnar að spila, Sigga að borða með bróður sínum og Klemens í afmæli. Á mini rauðvín sem ég ætla að sötra ein en svo ætlum vi ð Sigga út og hitta Klemens í trylltum dansi.
Kannski ekki skemmtilegasta bloggið en þið sem eruð ekki hérna hjá mér vitið amk hvað ég hef verið að bralla undanfarið. Verð að fara að vera duglegri, hlýt að fá hugljómanir með hækkandi sól og blómum í högum...
Kom svo heim á miðvikudagskvöld og fór næstum strax að sofa, var svo þreytt eftir þriðjudaginn. Gunnar fór líka að lúlla því hann var hálf slappur með hálsbólgu og einhvern skít. Í gær var okkur svo boðið í mat til Mikka og Herdísar og fengum kjúlla-nachos. Alveg svakalega gott hjá þeim og bjór og hvítvín með. Við spiluðum og spjölluðum til rúmlega miðnættis en þá var allt gamla fólkið orðið svo þreytt að við kvöddum og ég heim að sofa, snemma einu sinni en! Í dag var svo Kolaport, Laugarvegur og Smáralind með Siggu og Klemensi í góða veðrinu. Núna er ég bara ein heima, Gunnar að spila, Sigga að borða með bróður sínum og Klemens í afmæli. Á mini rauðvín sem ég ætla að sötra ein en svo ætlum vi ð Sigga út og hitta Klemens í trylltum dansi.
Kannski ekki skemmtilegasta bloggið en þið sem eruð ekki hérna hjá mér vitið amk hvað ég hef verið að bralla undanfarið. Verð að fara að vera duglegri, hlýt að fá hugljómanir með hækkandi sól og blómum í högum...
föstudagur, mars 23, 2007
...jæja hvað er ég búin að bralla síðan síðast? Alveg heilan helling það er alveg á hreinu en svo er að reyna að muna eftir einhverju!
Ég horfði allaveganna á Pans Labyrinth og Óskarinn í bíóinu hans Gísla, plataði Gunnar til að horfa á allt með mér nema rauða dregilinn, strákarnir neituðu og gláptu á einhvern hasar á meðan tískuvísara kynið velti kjólum, skarti og hárgreiðslum fyrir sér.
Ég hef amk einu sinni farið í bíó og það var á Nexus forsýninguna á 300. Það var mikið geim og gaman og ég mæli með þessari mynd fyrir alla, ef áhugi á sögunni er ekki fyrir hendi þá er allaveganna hægt að horfa á hasarkroppa.
Gyða, Móa og Bertram heiðruðu landann með nærveru sinni og ég naut góðs af. Budda og yndisleg samveru stund með mæðginunum og fullt af knúsí búsí með Gyðu.
Ég fór á Seyðisfjörð í 90 ára afmæli ömmu minnar. Það var heljarinnar veisla sem kerlan bauð til og enginn fór svikinn heim, best er að ég held að hún sjálf hafi verið ánægðust af öllum.
Á Seyðisfirði var slappað af og labbað um, eldað og borðað, spjallað og brallað ýmislegt. Það var æðislegt og leið alltof hratt. Er strax farin að hlakka til að fara aftur austur eða amk að fá einhverja vel valda ættingja suður í heimsókn við fyrsta tækifæri.
Að sjálfsögðu hef ég slett eitthvað úr klaufunum enda mánuður síðana síðasta bloggfærsla var. Það voru að sjálfsögðu bæði komu og kveðju matarboð og partý fyrir Gyðu, smá samsæti á Seyðisfirði sem endaði ekki fyrr en að verða 8 um morguninn og rauðvínsspjall með Klemensi yfir x-factor sem endaði í örstuttu og rólegu Rosenberg stoppi.
Auðvitað hef ég líka kíkt aðeins á kaffihús borgarinnar, bæði ein og í ákaflega góðum félagsskap, minnir að ég hafi borðað á American Style einhverntímann, kíkt til læknanna minna, snúið sólarhringnum fram og aftur og aftur og fram og ætli ég hafi ekki kíkt eitthvað í skólann líka? Ég þreif hjá Nedda frænda, keyrði til Keflavíkur að ná í Gyðu, ég talaði í símann og horfði á dvd og tv.
Er þetta ekki bara orðin ágætis yfirferð...
Ég horfði allaveganna á Pans Labyrinth og Óskarinn í bíóinu hans Gísla, plataði Gunnar til að horfa á allt með mér nema rauða dregilinn, strákarnir neituðu og gláptu á einhvern hasar á meðan tískuvísara kynið velti kjólum, skarti og hárgreiðslum fyrir sér.
Ég hef amk einu sinni farið í bíó og það var á Nexus forsýninguna á 300. Það var mikið geim og gaman og ég mæli með þessari mynd fyrir alla, ef áhugi á sögunni er ekki fyrir hendi þá er allaveganna hægt að horfa á hasarkroppa.
Gyða, Móa og Bertram heiðruðu landann með nærveru sinni og ég naut góðs af. Budda og yndisleg samveru stund með mæðginunum og fullt af knúsí búsí með Gyðu.
Ég fór á Seyðisfjörð í 90 ára afmæli ömmu minnar. Það var heljarinnar veisla sem kerlan bauð til og enginn fór svikinn heim, best er að ég held að hún sjálf hafi verið ánægðust af öllum.
Á Seyðisfirði var slappað af og labbað um, eldað og borðað, spjallað og brallað ýmislegt. Það var æðislegt og leið alltof hratt. Er strax farin að hlakka til að fara aftur austur eða amk að fá einhverja vel valda ættingja suður í heimsókn við fyrsta tækifæri.
Að sjálfsögðu hef ég slett eitthvað úr klaufunum enda mánuður síðana síðasta bloggfærsla var. Það voru að sjálfsögðu bæði komu og kveðju matarboð og partý fyrir Gyðu, smá samsæti á Seyðisfirði sem endaði ekki fyrr en að verða 8 um morguninn og rauðvínsspjall með Klemensi yfir x-factor sem endaði í örstuttu og rólegu Rosenberg stoppi.
Auðvitað hef ég líka kíkt aðeins á kaffihús borgarinnar, bæði ein og í ákaflega góðum félagsskap, minnir að ég hafi borðað á American Style einhverntímann, kíkt til læknanna minna, snúið sólarhringnum fram og aftur og aftur og fram og ætli ég hafi ekki kíkt eitthvað í skólann líka? Ég þreif hjá Nedda frænda, keyrði til Keflavíkur að ná í Gyðu, ég talaði í símann og horfði á dvd og tv.
Er þetta ekki bara orðin ágætis yfirferð...
mánudagur, febrúar 19, 2007
...alveg hellingur búinn að gerast síðan síðast. Lilla og Gunnsi voru í bænum og ég hékk utan í þeim í heilan dag og hafði það gott, daginn eftir var svo pizzaveisla fyrir alla því það var hin marg fræga mega-vika á Dominos. Svo var auðvitað Valentínusardagurinn og Gunnar var svo elskulegur að gefa mér Valentínusargjöf. Fékk rosalega sæta fiðrildanælu, hann getur þetta strákurinn. Mér finnst samt skemmtilegri hefð að halda upp á konudaginn og bóndadaginn og í tilefni af konudeginum eldaði Gunnar handa mér í gær, verst að það var ekkert svo rómó þar sem heilsan var ekki sem best hjá íbúum Stigahlíðar. Ívar er í heimsókn hjá okkur og hefur spillt okkur eins og honum einum er lagið. Það var ball með Pöpunum á föstudagskvöld og partý hjá Þóru á laugardagskvöld. Við fórum fyrst út að borða á Madonna þar sem Ívar vildi endilega bjóða upp á rauðvínið, er svo mikill herramaður þessi elska. Svo var bara partý, partý, partý, ég ætlaði á Pál Óskar með Klemensi og Ívari en var svo aum í maganum að ég var ekki í miklu stuði. Labbaði niður á 11 með Nedda og fleirum en við Neddi snérum strax við og við komum inn og héldum heim á leið. Held að það hafi líka bara verið sterkur leikur því ég finn að ég er orðin of gömul fyrir svona 2ja daga djömm. Svo er það bara skólinn sem á nánast allan minn hug þessa dagana. Var að læra fyrir félagsfræði prófið sem er á morgun en stein rotaðist yfir þessu "skemmtilega" ljósriti, hrökk upp klukkan 15 og hoppaði fram úr rúminu, svo brugðið var mér. Þá veit ég amk hvað er gott að lesa í kvöld ef það verður erfitt að sofna...
þriðjudagur, febrúar 06, 2007
...já langt síðan síðast, hef verið haldin miklum janúar doða sem er rétt svo að byrja að sleppa af mér hendinni og það komið langt fram í febrúar. Hef bara verið alveg ótrúlega leið og niðurdregin en samt ekki beint þunglynd. Takmark mánaðarins er að lifa á eins litlum peningum og mögulegt er og ég held að það eigi alveg eftir að takast, hef verið mjög prúð og samkvæm nýju stefnunni hingað til. *Krossa putta* að það haldi áfram svo að mars verði ekki blankur líka!
Mér hefur nú samt tekist að fara aðeins út á lífið, leyft mjöðnum að lyfta mér aðeins upp annað veifið. Fór á fimmtudagstónleika á Dillon einhverntímann og hlustaði á hið undurgóða rokkabillí blús band Grasrætur. Mæli með þeim við alla sem ég þekki og hina bara líka. Svo var fjáröflunarpartý hjá fatahönnunardeild sem ég skellti mér á, þar vildi svo skemmtilega til að Grasrætur voru líka að spila svo ekki spillti það fyrir. Eftir frían bjór og skemmtiatriði var farið á eitthvað skrall út um víðann völl með matarstoppi og alles. Almennilegt djamm það. Fyrir partýið hafði ég eldað þetta fína nautakjöt og með því og Herdís og Mikki borðuðu með okkur svo ekki klikkaði þetta kvöld. Síðustu helgi eldaði Klemens góða súpu og svo var lítið samsæti með smá singstar, svona smá til að Klemens fengi tilfinningu fyrir afmælinu sínu sem var á mánudaginn. Skruppum svo í bæinn en ég var ekki lengi þar, var kannski aðeins og full aldrei þessu vant, fór að gráta, keypti kebab og tók taxa heim. Vona bara að ég hafi ekki skemmt djammið fyrir hinum. Lofa að drekka 2 færri bjóra næst þegar ég fer út. Það var bara svo gaman hjá okkur að ég gleymdi mér aðeins og viðurkenni það líka.
Svo er Seyðisfjörður á dagskránni í næsta mánuði, hlakka ekkert lítið til. Amma verður 90 ára og fjölskyldan ætlar öll að safnast saman og fagna þessum merka áfanga. Hvað gefur maður 90 ára ömmu sem á alla skapaða hluti í afmælisgjöf? Ráð þegin með þökkum! Ekki skemmir það fyrir þessari gleði að Gyðan ætlar að heiðra okkur með nærveru sinni í að ég held 2 heilar vikur. Er á sama máli og hún og get ekki beðið eftir að fara út að dansa með henni. Vonast svo til að komast í smá verslunarfrí til hennar í apríl, safna, safna, safna og spara þangað til.
Er að pæla í að fara bara að kúra mig yfir dvd, ekkert merkilegt í sjónvarpinu, Gunnar í tölvunni, Klemens að vinna og Sigga og kærastinn eitthvað að knúsast inni í herbergi. Óska þessu að morgundagurinn verði frábær í alla staði, ekki það að þessi hafi verið eitthvað hræðilegur...
Mér hefur nú samt tekist að fara aðeins út á lífið, leyft mjöðnum að lyfta mér aðeins upp annað veifið. Fór á fimmtudagstónleika á Dillon einhverntímann og hlustaði á hið undurgóða rokkabillí blús band Grasrætur. Mæli með þeim við alla sem ég þekki og hina bara líka. Svo var fjáröflunarpartý hjá fatahönnunardeild sem ég skellti mér á, þar vildi svo skemmtilega til að Grasrætur voru líka að spila svo ekki spillti það fyrir. Eftir frían bjór og skemmtiatriði var farið á eitthvað skrall út um víðann völl með matarstoppi og alles. Almennilegt djamm það. Fyrir partýið hafði ég eldað þetta fína nautakjöt og með því og Herdís og Mikki borðuðu með okkur svo ekki klikkaði þetta kvöld. Síðustu helgi eldaði Klemens góða súpu og svo var lítið samsæti með smá singstar, svona smá til að Klemens fengi tilfinningu fyrir afmælinu sínu sem var á mánudaginn. Skruppum svo í bæinn en ég var ekki lengi þar, var kannski aðeins og full aldrei þessu vant, fór að gráta, keypti kebab og tók taxa heim. Vona bara að ég hafi ekki skemmt djammið fyrir hinum. Lofa að drekka 2 færri bjóra næst þegar ég fer út. Það var bara svo gaman hjá okkur að ég gleymdi mér aðeins og viðurkenni það líka.
Svo er Seyðisfjörður á dagskránni í næsta mánuði, hlakka ekkert lítið til. Amma verður 90 ára og fjölskyldan ætlar öll að safnast saman og fagna þessum merka áfanga. Hvað gefur maður 90 ára ömmu sem á alla skapaða hluti í afmælisgjöf? Ráð þegin með þökkum! Ekki skemmir það fyrir þessari gleði að Gyðan ætlar að heiðra okkur með nærveru sinni í að ég held 2 heilar vikur. Er á sama máli og hún og get ekki beðið eftir að fara út að dansa með henni. Vonast svo til að komast í smá verslunarfrí til hennar í apríl, safna, safna, safna og spara þangað til.
Er að pæla í að fara bara að kúra mig yfir dvd, ekkert merkilegt í sjónvarpinu, Gunnar í tölvunni, Klemens að vinna og Sigga og kærastinn eitthvað að knúsast inni í herbergi. Óska þessu að morgundagurinn verði frábær í alla staði, ekki það að þessi hafi verið eitthvað hræðilegur...
fimmtudagur, janúar 11, 2007
...ligg hérna í aladdin-buxunum og frú Jensínu og borða súkkulaði rúsínur. Eini félagskapurinn minn er Lúlli Love-a-Lot sem ég fékk í jólagjöf frá mr.G. Klemens á útstáelsi með einhverjum og Sigga farin að sofa, maðurinn minn að spila. Er að vonast til að karlinn fari að koma sér heim því mig langar í knús. Svo langar mig að halda áfram að hanga í rúminu og horfa á dvd. Held ég byrji á því eftir þetta blogg. Hef ekkert gert síðustu daga nema hanga í leti en það fer alveg að breytast. Býst við að rífa mig upp eldsnemma eða um hádegisbil á morgun og reyna að koma í þvottavél og láta sjá mig úti meðan dagsbirtan er ennþá við völd. Langt síðan ég hef gert það! Áramótin voru fín, matur hjá tengdó, skaupið heima, búbbluvín og horft á flugelda, gestir og svo farið í nexus-partý. Ég talaði og talaði og drakk frekar lítið. Talaði svo mikið að ég steig ekki eitt dansspor! Löbbuðum heim um 7 með einn rauðan og einn hvítan kút og rauða flösku. Miklar byttur þar á ferð, heppin að vera ekki rænd á leiðinni. Síðan þá hefur farið mest fyrir rólegheitunum eins og áður var sagt, nema síðustu helgi fórum við óvart út. Byrjaði með rauðvíni og ostum heima og þróaðist í rólegt pöbbarölt og gott spjall sem endaði ekki fyrr en undir morgun. Gaman að því!
Það er farin að síga á seinni hluta súkkulaði rúsínanna svo ég nenni ekki meira, er að hugsa um að fara að hringja í mr.G og reka hann heim. Finnst betra að hann og litli bíllinn séu heima þegar það snjóar mikið. Er ég frek? Æ já ég veit svo ekkert endilega vera að svara...
föstudagur, desember 29, 2006
...þá lætur kerlan loksins heyra frá sér, bloggaði reyndar rétt fyrir jól en þá fraus tölvan og ég nennti ekki meira. Jólin hafa að sjálfsögðu verið alveg yndisleg og liðið alltof hratt. Ég hef líka legið í hroðalegri leti þegar ég hef ekki verið að láta gamla settið þræla mér út. Græddi reyndar á að þrælast um alla Reykjavík í leit að gjöfum fyrir hálfa fjölskylduna, fyrir að vera dugleg að þrífa og fyrir að elda jólamat. Fékk þessar líka fínu aladdin kozy-buxur úr Draumhúsinu! :) Ég get heldur ekki kvartað yfir jólagjöfunum sem voru hverri annari betri. Fyrst ber þar að nefna 2 ný pör af gleraugum frá mömmu og pabba (fékk 2 fyrir 1 tilboð), svo voru það 2x sokkar, inniskór, 2x húfa, náttföt, 2 púðar, bók, jólaskraut, heimagerðar skálar, fótabaðssápu og alveg örugglega eitthvað fleira sem ég man ekki eftir akkúrat núna en voru engu að síður mjög góðar! :) Ég er amk ánægð með mitt, held ég sé það nú alltaf. Annars er ég í þessum skrifuðu orðum að innporta tónlist inn í tölvuna mína. Mamma og pabbi eiga nokkra diska sem mér finnst alveg nauðsynlegt að eiga, svo er bara að sjá hvort ég verði dugleg að hlusta. En þið vitið hvernig þetta er, maður þarf alltaf að hlusta á það sem maður á ekki en hefur engan áhuga á því sem er til staðar.
Þá er ég hætt, ætlaði svo sem bara að láta vita af mér. Er farin að snyrta mig til svo ég geti byrjað á kveðjurúntinum. Það er víst borgin á morgun, matur og partý á áramótunum og rosalegt stuð. Á nú samt alveg örugglega eftir að fá smá Seyðisþrá sérstaklega svona um miðnætti en það reddast nú enda ekkert slorfólk sem ég verð með...
Þá er ég hætt, ætlaði svo sem bara að láta vita af mér. Er farin að snyrta mig til svo ég geti byrjað á kveðjurúntinum. Það er víst borgin á morgun, matur og partý á áramótunum og rosalegt stuð. Á nú samt alveg örugglega eftir að fá smá Seyðisþrá sérstaklega svona um miðnætti en það reddast nú enda ekkert slorfólk sem ég verð með...
mánudagur, desember 11, 2006
...um daginn eiganðist ég fyrstu flíspeysuna mína, hún ber nafnið frú Jensína og er rauð ðog 7 númerum of stór semsagt ekta kósí peysa. Er að hugsa um að hafa frú Jensínu með mér austur, annað hvort það eða að stela peysunni af pabba. Bara verð að hafa alltof stóra peysu til að fara í áður en ég klæði mig og þegar ég er búin að hátta og er að kúra yfir tívíinu. Nafnið kemur auðvitað til vegna þess að Hrefna gaf mér peysuna og mamma (Jensína) hennar átti hana. Verð samt að láta plássið í ferðatöskunni ráða því hvort frúin fær að fljóta með því þvílíkt og annað eins jólagjafa sem ég þarf að burðast með austur hefur ekki áður sést. Í kvöld var ég svo aðeins að jólast og pakkaði inn gjöfunum sem eiga að verða eftir í borginni og þessari sem ætlar að skreppa til Danmerkur. Verð að segja að þolinmæði mín og fimi í innpökkun hefur aukist til muna því eftir að ég var búin með minn skammt fór ég aðeins að hjálpa/skipta mér af Klemensar innpökkun. Híhíhíhíhí
Helgin var á ákaflega rólegum nótum, föstudagur: leigt dvd, laugardagur: leigt dvd, sunnudagur: kúrt, pakkað og spilað smá wow. Held að næsta helgi verði líka svona róleg enda þarf að safna orku fyrir annan í jólum djammið og svo áramótin! Reyndar ætlar pabbi að bjóða okkur mömmu á danskt jólahlaðborð á lagardaginn og ég hlakka voðalega til. Var búin að sjá þetta auglýst og langaði að fara. Verst að Gunnar missir af gúmmelaðinu.
Á morgun er ég að fara í sjónmælingu því á föstudaginn valdi ég mér nýjar umgjarðir, fæ 2 fyrir 1 tilboð og kvarta alls ekki yfir því. Hefur alltaf dreymt um að eiga tvenn gleraugu. Vona bara að þau verði tilbúin á fimmtudaginn því ég á fyrsta flug austur á föstudaginn. Þau þarna í búðinni eru eiginlega búin að lofa því enda er ég ekki með nein vesenisgler svo þetta ætti ekki að taka nokkra stund fyrir þau.
Þá bjóðum við frú Jensína, sem er að leika kodda fyrir Gunnar akkúrat núna, góða nótt enda löngu kominn tími fyrir þá sem þurfa að vakna fyrir hádegi að koma sér í rúmið...
Helgin var á ákaflega rólegum nótum, föstudagur: leigt dvd, laugardagur: leigt dvd, sunnudagur: kúrt, pakkað og spilað smá wow. Held að næsta helgi verði líka svona róleg enda þarf að safna orku fyrir annan í jólum djammið og svo áramótin! Reyndar ætlar pabbi að bjóða okkur mömmu á danskt jólahlaðborð á lagardaginn og ég hlakka voðalega til. Var búin að sjá þetta auglýst og langaði að fara. Verst að Gunnar missir af gúmmelaðinu.
Á morgun er ég að fara í sjónmælingu því á föstudaginn valdi ég mér nýjar umgjarðir, fæ 2 fyrir 1 tilboð og kvarta alls ekki yfir því. Hefur alltaf dreymt um að eiga tvenn gleraugu. Vona bara að þau verði tilbúin á fimmtudaginn því ég á fyrsta flug austur á föstudaginn. Þau þarna í búðinni eru eiginlega búin að lofa því enda er ég ekki með nein vesenisgler svo þetta ætti ekki að taka nokkra stund fyrir þau.
Þá bjóðum við frú Jensína, sem er að leika kodda fyrir Gunnar akkúrat núna, góða nótt enda löngu kominn tími fyrir þá sem þurfa að vakna fyrir hádegi að koma sér í rúmið...
miðvikudagur, desember 06, 2006
...elsku eplastelpan mín er lasin þessa dagana svo þetta er pc-blogg. Reyndar held ég að hún sjálf sé ekki lasin heldur hleðslutækið því þeir í apple-búðinni sögðu að allt væri í orden þegar ég fór með hana í heimsókn til þeirra á föstudaginn. Annar í heimsókn á morgun og sé fram á að þurfa að splæsa 8000 kalli í hleðslutæki. Ég svitnaði aksjúalí við að skrifa þetta!!
Það er allt jóla þessa dagana. Í dag voru jólaskreytingar og á morgun eru jólagjafakaup. Ég er eiginlega búin að kaupa allt sem ég ætla að gefa en þá hringdi mamma og bað mig að redda fyrir sig og ömmu Gústu. Veit ekki alveg hvernig ég á að fara að því að koma öllu þessu dótaríi fyrir í töskunni minni. Meina þarf að koma fötunum fyrir líka og alveg slatta af þeim, stoppa alveg í 2 vikur! Þá á eftir að jólaskrifa, jólapakka inn og niður, jólataka til, jólabaka (kannski ef ég verð í stuði á Sey) og jóla hitt og jóla þetta. Er með eitt alveg á hreinu þessa dagana og það er að jólaéta, sem betur fer hefur það einskorðast við mandarínur og sunlolly síðustu daga en hef á tilfinningunni að það eigi allt eftir að fara niður á við. Hvar kaupir maður svona búning sem minnkar ummálið um 15%? Eins og Bridget Jones notar í mynd nr 2. Held að ég verði að grípa til einhverra svoleiðis örþrifaráða ef ég ætla að komast fyrir í flugvélasætinu á leiðinni austur. Æ veit ekki líður bara eins og ég sé að blómstra á alla vegu en held samt að ég sé ekkert að því. Tilfinningin gæti kannski verið komin vegna þess að ég hef varla klætt mig í almennileg föt í fleiri vikur nema rétt svona um helgar. Hangi bara í einhverju skítabolum og gömlum íþróttabuxum og læt sjá mig þannig úti. Skil ekki hverslags lægð er í gangi en ég bara nenni ekki að klæða mig og svo þegar ég loksins fer í almennilega leppa þá líður mér eins og ég sé að fara á ball. Það er greinilega rétt sem mamma segir, íþróttaföt eru frá djöflinum komin og eiga hvergi að sjást nema þegar fólk er að stunda íþróttir. Mér hefur amk aldrei liðið svona áður enda hafa svona föt aldrei áður verið fastur liður í minni tilveru...
Það er allt jóla þessa dagana. Í dag voru jólaskreytingar og á morgun eru jólagjafakaup. Ég er eiginlega búin að kaupa allt sem ég ætla að gefa en þá hringdi mamma og bað mig að redda fyrir sig og ömmu Gústu. Veit ekki alveg hvernig ég á að fara að því að koma öllu þessu dótaríi fyrir í töskunni minni. Meina þarf að koma fötunum fyrir líka og alveg slatta af þeim, stoppa alveg í 2 vikur! Þá á eftir að jólaskrifa, jólapakka inn og niður, jólataka til, jólabaka (kannski ef ég verð í stuði á Sey) og jóla hitt og jóla þetta. Er með eitt alveg á hreinu þessa dagana og það er að jólaéta, sem betur fer hefur það einskorðast við mandarínur og sunlolly síðustu daga en hef á tilfinningunni að það eigi allt eftir að fara niður á við. Hvar kaupir maður svona búning sem minnkar ummálið um 15%? Eins og Bridget Jones notar í mynd nr 2. Held að ég verði að grípa til einhverra svoleiðis örþrifaráða ef ég ætla að komast fyrir í flugvélasætinu á leiðinni austur. Æ veit ekki líður bara eins og ég sé að blómstra á alla vegu en held samt að ég sé ekkert að því. Tilfinningin gæti kannski verið komin vegna þess að ég hef varla klætt mig í almennileg föt í fleiri vikur nema rétt svona um helgar. Hangi bara í einhverju skítabolum og gömlum íþróttabuxum og læt sjá mig þannig úti. Skil ekki hverslags lægð er í gangi en ég bara nenni ekki að klæða mig og svo þegar ég loksins fer í almennilega leppa þá líður mér eins og ég sé að fara á ball. Það er greinilega rétt sem mamma segir, íþróttaföt eru frá djöflinum komin og eiga hvergi að sjást nema þegar fólk er að stunda íþróttir. Mér hefur amk aldrei liðið svona áður enda hafa svona föt aldrei áður verið fastur liður í minni tilveru...
fimmtudagur, nóvember 23, 2006
...er að fara í bíó kl 20 að sjá Mýrina, það verður örugglega gaman. Skellum okkur með Lindu sem klippti mig um daginn og kærastanum hennar, eins gott að vera fín um hárið svo hún skammi mig ekki!
Núna eru bæði Sigfríð og Stína í heimsókn hjá okkur svo það er aldeilis líf í tuskunum, mér finnst þetta góð tilbreyting frá hversdagsleikanum.
Á laugardaginn buðum við Herdísi og Mikka í mat og það var gaman. Gunnar stakk okkur reyndar af og fór í póker en við blöðruðum og sungum þar til var kominn tími á bæjarrölt. Vorum leeeeengi á leiðinni í bæinn, ekki sökum veðurs heldur vegna þess að Herdís valdi sér bilaða skó til að vera í þetta kvöld - kvenfólk!!! Gunnar kom svo og hitti okkur á Næsta bar og við höfðum það cozy þangað til það var tími til að labba aftur heim í snjóbyl. Mér fannst reyndar veðrið ekkert svo vont en þegar við vorum komin upp að Hlemmi mættum við lausum taxa og létum hann skutla okkur afganginn af leiðinni. Hitti reyndar sænskar stelpur á barnum og önnur þeirra var lesbía sem sagði að ég væri sætasta stelpa sem hún hefði nokkru sinni séð. Get ekki sagt að mér hafi fundist þetta leiðinlegt hrós. Við skiptumst á msn og hún búin að bjóða mér að búa hjá sér í Stockholmi ef mig langar að skila kallinum og dömpa skólanum. Ég hugsa málið! ;)
Var að panta mér flug heim um jólin, stoppa frá 15.-30. des og Gunnar kemur til okkar 23.des og fer svo suður um leið og ég. Ákvað að stoppa alveg í 2 vikur svo ég geti hjálpað eitthvað til og lært að elda jólamatinn fyrst að mamma verður að vinna. Uss uss uss hvað maður er orðin fullorðin...
Núna eru bæði Sigfríð og Stína í heimsókn hjá okkur svo það er aldeilis líf í tuskunum, mér finnst þetta góð tilbreyting frá hversdagsleikanum.
Á laugardaginn buðum við Herdísi og Mikka í mat og það var gaman. Gunnar stakk okkur reyndar af og fór í póker en við blöðruðum og sungum þar til var kominn tími á bæjarrölt. Vorum leeeeengi á leiðinni í bæinn, ekki sökum veðurs heldur vegna þess að Herdís valdi sér bilaða skó til að vera í þetta kvöld - kvenfólk!!! Gunnar kom svo og hitti okkur á Næsta bar og við höfðum það cozy þangað til það var tími til að labba aftur heim í snjóbyl. Mér fannst reyndar veðrið ekkert svo vont en þegar við vorum komin upp að Hlemmi mættum við lausum taxa og létum hann skutla okkur afganginn af leiðinni. Hitti reyndar sænskar stelpur á barnum og önnur þeirra var lesbía sem sagði að ég væri sætasta stelpa sem hún hefði nokkru sinni séð. Get ekki sagt að mér hafi fundist þetta leiðinlegt hrós. Við skiptumst á msn og hún búin að bjóða mér að búa hjá sér í Stockholmi ef mig langar að skila kallinum og dömpa skólanum. Ég hugsa málið! ;)
Var að panta mér flug heim um jólin, stoppa frá 15.-30. des og Gunnar kemur til okkar 23.des og fer svo suður um leið og ég. Ákvað að stoppa alveg í 2 vikur svo ég geti hjálpað eitthvað til og lært að elda jólamatinn fyrst að mamma verður að vinna. Uss uss uss hvað maður er orðin fullorðin...
þriðjudagur, nóvember 14, 2006
...mín reif sig eldsnemma á fætur, burraði upp í iðnskóla og fékk 1 stykki ókeypis klippingu hjá henni Lindu sem ég hitti í Wow-partýinu um daginn. Hver segir svo að það borgi sig ekki að djamma? Er að spara mér 10 þús kall! Er mjög ánægð með útkomuna og núna sést loksins þokkalega framan í mig. Hvort það er bót eður ei verðið þið bara að ákveða sjálf en svarið er ei þá vinsamlegast haldið því fyrir ykkur sjálf!
Plan kvöldins er að fara í bíó og sjá hann Borat. Það er víst algjör nauðsyn að sjá hann gera grín af ameríkönum. Varla að maður tími samt að fara, 900 kall fyrir bíómiða er náttúrulega bara fáranlegt verð...
Plan kvöldins er að fara í bíó og sjá hann Borat. Það er víst algjör nauðsyn að sjá hann gera grín af ameríkönum. Varla að maður tími samt að fara, 900 kall fyrir bíómiða er náttúrulega bara fáranlegt verð...
fimmtudagur, nóvember 09, 2006
...viðraði mig í dag eftir 5 daga inniveru. Fór á Te & kaffi og borðaði súpu og drakk kaffi og þvældist svo um með Herdísi. Endaði í Hagkaup og keypti mér prjóna og garn og fékk svo smá prjónakennslu í gegnum símann. Er byrjuð á svörtum og glitrandi legghlífum fyrir veturinn og ekki seinna vænna miðað við slagviðrið sem er úti núna. Fékk líka pakka áðan, það var færeyska sjalið sem ég pantaði hjá Röggu frænku, það er rosalega flott og fínt og ég er rosalega ánægð með það. Sakna samt ennþá gamla sjalsins sem var stolið úr fatahenginu á Hressó. Bölvaður lýður...
miðvikudagur, nóvember 08, 2006
...þetta var víst ekki þynnka frá helvíti heldur var ég komin með flensu. Er að jafna mig núna en ætla að vera heima í dag bara svona til öryggis. Það hefur sem sagt lítið gerst undanfarið hjá mér nema svefn, hausverkur, kvef, beinverkir, ógleði o.s.frv. Borðaði reyndar appolló lakkrís en veit ekki hvort það telst fréttnæmt...
sunnudagur, nóvember 05, 2006
...lífið tók öll völd af kerlunni í gær, eftir mikla dramatík útaf WoW spilun karlsins skellti konan sér í WoW partý með honum og skemmti sér svo vel að dagurinn í dag er ónýtur. Frú fata hefur fengið að kúra við hliðina á rúminu í dag, uppköst hafa verið stundum, verkir á undarlegum stöðum eins og andlitinu og rasskinnunum og gvuð má vita hvað. Kannski var ég kýld og svo sparkkað í rassin á mér?! En partýið var svo skemmtilegt að það er næstum því þess virði að þjást fyrir það.
Var rétt í þessu að senda tvo herramenn af stað út á lífið í vonsku veðri. Þeir ætla að hrissta botnana við skífuþeytingar Hr. Páls Óskars. Ástand mitt varð til þess að ég reyndi ekki einu sinni að hugsa um að fara með þó það verði vafalaust skemmtilegt. Er að reyna að hugsa um hvort ég eigi að horfa á sjónvarpið eða fara að sofa. Andlitsverkurinn styður það síðarnefnda, fjarstödd þreyta mælir með fyrri kostinum...
Var rétt í þessu að senda tvo herramenn af stað út á lífið í vonsku veðri. Þeir ætla að hrissta botnana við skífuþeytingar Hr. Páls Óskars. Ástand mitt varð til þess að ég reyndi ekki einu sinni að hugsa um að fara með þó það verði vafalaust skemmtilegt. Er að reyna að hugsa um hvort ég eigi að horfa á sjónvarpið eða fara að sofa. Andlitsverkurinn styður það síðarnefnda, fjarstödd þreyta mælir með fyrri kostinum...
föstudagur, nóvember 03, 2006
....í dag gerðist ég hipp og kúl og keypti mér alpahúfu, silfurpeysu og bol með dinglumdangli. Man eftir því að hafa átt blágræna alpahúfu þegar ég var krakki, lék mér oft með hana í barbí - ekki spurja hvernig ég setti saman barbí og alpahúfu, ætli hún hafi ekki verið motta eða hjónarúm! Allaveganna fannst mér hún alveg hroðalega ljót og skildi ekki afhverju nokkrum manni datt í hug að láta mig ganga með þenna hroðbjóð. Er sem sagt komin í 180 gráður við barnið í sjálfri mér. Kannski ágætt, get víst ekki verið barn að eilífu...
fimmtudagur, nóvember 02, 2006
...mig dreymdi svo skemmtilega í dag og ég ætlaði svo að muna eftir draumnum, mundi hann í dag en sofnaði aftur og get núna bara munað góðu tilfinninguna sem ég var með. Mmmmm líður vel við tilhugsunina.
Skrapp á Stylinn og kaffihús í kvöld með mr.G, Herdísi og Mikka. Kjúklingasalatið var æðislegt og swiss mokkað á Café París var yndislegt, líka eplakakan sem við hjónaleysin deildum. Erum svo obbossla huggó og rómó. "...og rúsínupoka með hnetum!"...
Skrapp á Stylinn og kaffihús í kvöld með mr.G, Herdísi og Mikka. Kjúklingasalatið var æðislegt og swiss mokkað á Café París var yndislegt, líka eplakakan sem við hjónaleysin deildum. Erum svo obbossla huggó og rómó. "...og rúsínupoka með hnetum!"...