mánudagur, apríl 16, 2007
...þar kom að því, ég er lasin og það frekar illa! Ég sem var að tala um það á laugardaginn hvað það væri langt síðan ég hefði orðið almennilega lasin og gerði meira að segja 7-9-13 í tréborðplötu. En allt kom fyrir ekki og ég ligg heima með allan pakkann og er alveg raddlaus þar að auki. Kemur bara eitthvað hvæs þegar ég reyni að tala, Klemensi til mikillar skemmtunar. Hef það samt ótrúlega gott, bý mér til gott bæli Gunnar megin í rúminu með fullt af koddum undir mér og svo tölvuna, vatn, varasalva, gemsa, Lúlla, dvd í haugum, verkjalyf og nammi allt í kringum mig svo ég þurfi helst ekki að standa upp. Dreymdi í dag að ég væri að reyna að tala við pabba í símann og hann heyrði ekkert í mér og skellti á. Ég varð mjög sár. Þetta væri lífið ef væri ekki fyrir beinverkina, svitann og leiðinlega drauma...
5 ummæli:
Hey...samudarkvedjur, ást og knús til tin og lúlla...kannski lika til Kle, Siggu og Gunnars ; )
Vona að þér batni sem fyrst, aldrei gaman að vera lasinn.. Þori varla að segja það í ljósi þinnar sögu en ég verð sem betur fer sjaldan sem aldrei lasinn :s (heh lifi áhættusamlega)
...hahaha já passaðu þig bara Evert maður veit aldrei hvað gerist!!!
Ég lofa að knúsa Lúlla vel og lengi en veit ekki með hin sko... *hux*
En takk fyrir kveðjurnar og ég vona að það séu fleiri þarna úti að hugsa til mín... ;)
Ég bið kærlega að heilsa Gunnari.
...ég skilaði því um hæl og hann segir hæ á móti. Ættir kannski að kíkja í Wow til að ná einhverju sambandi við gaurinn aftur... hahahaha
Skrifa ummæli