...jæja hvað er ég búin að bralla síðan síðast? Alveg heilan helling það er alveg á hreinu en svo er að reyna að muna eftir einhverju!
Ég horfði allaveganna á Pans Labyrinth og Óskarinn í bíóinu hans Gísla, plataði Gunnar til að horfa á allt með mér nema rauða dregilinn, strákarnir neituðu og gláptu á einhvern hasar á meðan tískuvísara kynið velti kjólum, skarti og hárgreiðslum fyrir sér.
Ég hef amk einu sinni farið í bíó og það var á Nexus forsýninguna á 300. Það var mikið geim og gaman og ég mæli með þessari mynd fyrir alla, ef áhugi á sögunni er ekki fyrir hendi þá er allaveganna hægt að horfa á hasarkroppa.
Gyða, Móa og Bertram heiðruðu landann með nærveru sinni og ég naut góðs af. Budda og yndisleg samveru stund með mæðginunum og fullt af knúsí búsí með Gyðu.
Ég fór á Seyðisfjörð í 90 ára afmæli ömmu minnar. Það var heljarinnar veisla sem kerlan bauð til og enginn fór svikinn heim, best er að ég held að hún sjálf hafi verið ánægðust af öllum.
Á Seyðisfirði var slappað af og labbað um, eldað og borðað, spjallað og brallað ýmislegt. Það var æðislegt og leið alltof hratt. Er strax farin að hlakka til að fara aftur austur eða amk að fá einhverja vel valda ættingja suður í heimsókn við fyrsta tækifæri.
Að sjálfsögðu hef ég slett eitthvað úr klaufunum enda mánuður síðana síðasta bloggfærsla var. Það voru að sjálfsögðu bæði komu og kveðju matarboð og partý fyrir Gyðu, smá samsæti á Seyðisfirði sem endaði ekki fyrr en að verða 8 um morguninn og rauðvínsspjall með Klemensi yfir x-factor sem endaði í örstuttu og rólegu Rosenberg stoppi.
Auðvitað hef ég líka kíkt aðeins á kaffihús borgarinnar, bæði ein og í ákaflega góðum félagsskap, minnir að ég hafi borðað á American Style einhverntímann, kíkt til læknanna minna, snúið sólarhringnum fram og aftur og aftur og fram og ætli ég hafi ekki kíkt eitthvað í skólann líka? Ég þreif hjá Nedda frænda, keyrði til Keflavíkur að ná í Gyðu, ég talaði í símann og horfði á dvd og tv.
Er þetta ekki bara orðin ágætis yfirferð...
2 ummæli:
úffpúff... ég skal heimsækja þig þegar ég kem til íslands...ok?:)
Gott ad sja færslu her inni...takk fyrir sidast, vona ad tu hafir tad gott knus og kossar ; )
Skrifa ummæli