miðvikudagur, maí 02, 2007

...afmælisdagurinn kominn og farinn og gekk bara vel fyrir sig. Fékk gjöfina frá Gunnari kl 2 á aðfaranótt mánudagsins og það var hvorki meira né minna en nintendo ds tölva. Ég vissi varla hvernig ég átti að haga mér þegar ég hafði opnað pakkann, þetta var svo mikið og ég var svo glöð því mig er búið að langa í hana svo lengi. Á afmælisdaginn fórum við Gunnar aðeins í Kringluna fyrir hádegi til að fara í Bónus og ríkið og fá okkur að borða. Svo fó ég aðeins aftur í Kringluna með Klemensi eftir hádegi og svo bara heim að slappa af og leggja mig aðeins fyrir kvöldið. Fór svo í fylgd nokkurra kærra vina á Eldsmiðjuna og fékk dýrindis pizzu sem passaði svona flott í magann minn. Þegar heim var komið var korkurinn dreginn úr stórri rauðvínsflösku og þessir fáu en góðu gestir sem ég bauð fóru að tínast inn um dyrnar. Ég fékk góðar gjafir eins og glös, eyrnalokka, pening, rauðvín og málverk, fékk fullt af knúsi og kossum og svo afmælissönginn á ensku. Einhverntímann eftir miðnætti fóru svo nokkur af okkur út á lífið þar sem var tekinn fordrykkur á Celtic Cross og svo dansað gat á gólfið á 11-unni. Ég var alveg búin í fótunum og labbaði heim á tánum eftir alla þessa snúninga á dansgólfinu. Vá hvað það var gaman!!! Var samt eitthvað fúl á leiðinni heim en það lagaðist leið og þreyttu fæturnir mínir komust yfir þröskuldinn. Takk allir sem gerðu daginn minn skemmtilegan með kveðjum, gjöfum og fyrir að vera með mér. Best af öllu er að finna að fólk muni eftir manni, það er ómetanlegt...

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Gott að þú skemmtir þér vel sæta. Sjáumst kannski á lau
svo er alveg komin tími á Panini :D

Nafnlaus sagði...

Ja mín kæra...eins og tú kannski veist er nú líka svolítid erfitt ad gleyma tessari stelpu ; )
Gyd frænk

Nafnlaus sagði...

Ég varð bara að commenta hjá þér! Mig vantaði lotukerfi og sló "lotukerfi" inn í myndaleit á google og þá birtist barasta mynd af þér...
Jæja, best að halda áfram að vinna!
Helga Jóna