þriðjudagur, febrúar 06, 2007

...já langt síðan síðast, hef verið haldin miklum janúar doða sem er rétt svo að byrja að sleppa af mér hendinni og það komið langt fram í febrúar. Hef bara verið alveg ótrúlega leið og niðurdregin en samt ekki beint þunglynd. Takmark mánaðarins er að lifa á eins litlum peningum og mögulegt er og ég held að það eigi alveg eftir að takast, hef verið mjög prúð og samkvæm nýju stefnunni hingað til. *Krossa putta* að það haldi áfram svo að mars verði ekki blankur líka!

Mér hefur nú samt tekist að fara aðeins út á lífið, leyft mjöðnum að lyfta mér aðeins upp annað veifið. Fór á fimmtudagstónleika á Dillon einhverntímann og hlustaði á hið undurgóða rokkabillí blús band Grasrætur. Mæli með þeim við alla sem ég þekki og hina bara líka. Svo var fjáröflunarpartý hjá fatahönnunardeild sem ég skellti mér á, þar vildi svo skemmtilega til að Grasrætur voru líka að spila svo ekki spillti það fyrir. Eftir frían bjór og skemmtiatriði var farið á eitthvað skrall út um víðann völl með matarstoppi og alles. Almennilegt djamm það. Fyrir partýið hafði ég eldað þetta fína nautakjöt og með því og Herdís og Mikki borðuðu með okkur svo ekki klikkaði þetta kvöld. Síðustu helgi eldaði Klemens góða súpu og svo var lítið samsæti með smá singstar, svona smá til að Klemens fengi tilfinningu fyrir afmælinu sínu sem var á mánudaginn. Skruppum svo í bæinn en ég var ekki lengi þar, var kannski aðeins og full aldrei þessu vant, fór að gráta, keypti kebab og tók taxa heim. Vona bara að ég hafi ekki skemmt djammið fyrir hinum. Lofa að drekka 2 færri bjóra næst þegar ég fer út. Það var bara svo gaman hjá okkur að ég gleymdi mér aðeins og viðurkenni það líka.

Svo er Seyðisfjörður á dagskránni í næsta mánuði, hlakka ekkert lítið til. Amma verður 90 ára og fjölskyldan ætlar öll að safnast saman og fagna þessum merka áfanga. Hvað gefur maður 90 ára ömmu sem á alla skapaða hluti í afmælisgjöf? Ráð þegin með þökkum! Ekki skemmir það fyrir þessari gleði að Gyðan ætlar að heiðra okkur með nærveru sinni í að ég held 2 heilar vikur. Er á sama máli og hún og get ekki beðið eftir að fara út að dansa með henni. Vonast svo til að komast í smá verslunarfrí til hennar í apríl, safna, safna, safna og spara þangað til.

Er að pæla í að fara bara að kúra mig yfir dvd, ekkert merkilegt í sjónvarpinu, Gunnar í tölvunni, Klemens að vinna og Sigga og kærastinn eitthvað að knúsast inni í herbergi. Óska þessu að morgundagurinn verði frábær í alla staði, ekki það að þessi hafi verið eitthvað hræðilegur...

4 ummæli:

Nafnlaus sagði...

hmmm það verða nú ekki allir heima... ekki við hér í UK tildæmis... og ekki hjödda eða annars veit ég það ekki.... en verður þú heima um páskana??

Nafnlaus sagði...

djók ég heiti ekki guplaug!!! DJÓK!!!!!!

Sirrý Jóns sagði...

...ég kem örugglega ekki um páskana, nóg að borga eitt flugfar hvað þá tvö! Svo er ég hætt að telja með fólkið sem kemur yfirleitt aldrei og hana nú...

gummo sagði...

hey fuck...var buin ad skrifa comment en tad kom ekki inn fuck puck fuck