fimmtudagur, maí 17, 2007

...þá er gamla settið mitt í bænum og við búin að stússast ýmislegt. Laugarvegurinn var tekinn á þriðjudaginn í blíðskaparveðri og stoppað á 2 kaffihúsum þar ásamt nokkrum búðum en fyrst borðuðum við dýrindis smörrebröd á Jómfrúnni og drukkum hvítvín með. Um kvöldið fórum við Gunnar svo með þau á NanaThai að borða gómsætan asískan mat úr fyrstsa flokks hráefni og Tælenskt rauðvín með, það var mjög bragðmikið en gott og passaði vel við sterka réttinn. Í gær skruppum við svo í Smáralindina og mamma bætti aðeins í fataskápinn sinn. Ég keypti mér kjól á 3000 kr og er mjög sátt við það verð, Vila klikkar bara ekki á þessu. Borðuðum svo súpu og sjávarrétti á Madonna og höfðum það gott til klukkan 22 þegar ég skrapp í bíó með Gunnari, Herdísi og Mikka. Spiderman 3 varð fyrir valinu og ég er bara mjög sátt við hana, hló og grét og allur pakkinn bara. Í dag var svo frí frá búðum, smá kaffihús og svo matur hjá tengdó. Tengdafólkið okkar beggja að hittast í fyrsta skiptið. Gerða eldaði geðveikt góðan mat og Ásgeir klikkaði ekki á grillinu. Þetta gekk alveg rosalega vel og allir spjölluðu heil ósköp um alla heima og geima, gæti bara verið að við leyfum þeim að hittast aftur við tækifæri! Á morgun er svo stefnan sett á Kringluna og svo að borða í Perlunni. Mömmu og pabba langaði svo að bjóða okkur Gunnari fínt út að borða útaf afmælunum okkar og Gunnar þrítugur og allt það. Ég hlakka mjög til, hef aldrei borðað þarna, bara rétt skroppið á kaffiteríuna einu sinni fyrir mörgum árum og minnir að ég hafi borðað amerískan kleinuhring, örugglega með karamellu...

6 ummæli:

Unknown sagði...

Það er alltaf svo gaman hjá þér þegar að ma og pa koma í bæinn, alltaf svo mikið að ske og svona nörd eins og ég fæ alltaf að heira svo seinna frá þér frá öllum veitingastöðunum, hverjir séu geggjað góðir og hverjir séu ever geggjað úber góðir, þannig að mar verður aldrei vonsvikin :D en hérna ertu búin að smakka einhvern bráðin ost nýlega.... hahahahahaha

Sirrý Jóns sagði...

...sko bráðinn ostur...yfirleitt finnst mér hann betri eftir því sem hann er feitari og svo er maribó og svona dökkgulur ostur rosagóður... *slurp* tékk it át...

Unknown sagði...

hahahaha átti eilla við hvort að þú og hakan þín hafið smakkað hann nýlega hahahahaha ennþá með örið???

Sirrý Jóns sagði...

...hahaha meinar, já örið er ennþá en það sést voðalega lítið sem betur fer! Passa mig alveg á pizzum eftir þetta og borða þær með hnífapörum...

Unknown sagði...

hahahahahahhaha
það er þá hægt að kenna gömlum hundi að setjast eftir allt saman hahahahaha

Nafnlaus sagði...

hahaha adeins tu myndir muna hvad tu bordadir i Perlunni fyrir loooongunni sidan ; )
Gummid