miðvikudagur, maí 09, 2007

...þá er Gunnar líka búinn að eiga afmæli, karlinn varð þrítugur á mánudaginn. Var einmitt að kaupa afmælisgjöfina handa honum í dag, ég, mamma og pabbi og kannski einhverjir fleiri gáfum honum video-flakkara. Hann sagði að það væri góð tilfinning að halda á honum. Nú þarf bara að fara að finna eitthvað til að setja á hann, held að það verði ekkert voðalega erfitt.

Við héldum sameiginlegt afmæli í spilasal Nexus á laugardaginn. Þar var boðið upp á bjór og rauðvín, stuð, glens og gaman og held ég að allir hafi farið sáttir út aftur. Við fengum nokkrar góðar gjafir, ég fékk td. loðkraga og við fengum bjórglös, bjór, vín, leikhúsmiða og pening til að fara út að borða. Gunnar fékk bækur og viskí og ýmislegt fleira skemmtilegt. Eina sem ég varð sár yfir var að mjög fáir af þeim sem ég bauð mættu. Að vísu var slatti búin að afsaka sig með veikindum og því fólki er fyrirgefið en allir hinir?? Hefði verið allt í lagi að láta vita! Þegar ekki er látið vita er búist við fólki og gert ráð fyrir því í innkaupum. Dónaskapur og aftur dónaskapur segji ég. Mamma mín ól mig amk betur upp en þetta...

8 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Langaði rosa mikið að koma og djamma með þér en mar er í eh helv%&"# prófalestri :( Síðasta prófið á morgun :)Þannig að það á að taka á því um helgina :D er það ekki bærinn???

Nafnlaus sagði...

Ok, ég ákvað að koma hér upp um fávisku mína með því að spyrja.... Hvað er videoflakkari og hvernig virkar svoleiðis??

Sirrý Jóns sagði...

...ég veit Heiða mín enda varst þú búin að afsaka þig! :)

Videoflakkari er flakkari (harðurdiskur) sem er í sérstöku boxi sem er auðvelt að tengja við sjónvarp, fylgir meira að segja fjarstýring svo ekki þurfi að standa upp... :)

Unknown sagði...

Til hamingju me daginn bæði 2 :)

Já það er óþolandi að vera með veislu & fólk búið að segjast mæta svo kemur það ekki, ömurlegt þegar búið er að standa í stórinnkaupum :(

Nafnlaus sagði...

Fyrirgefðu gæskan að ég komst ekki, held samt að ég hafi ágæta ástæðu fyrir því:) Þið verðið bara að gefa hvort öðru afmælisknús frá mér:)

Nafnlaus sagði...

Ja, eg hef nu alltaf talid okkur vera serlega vel upp aldar og tel tad vera ad miklu leyti vegna tess ad madur er alinn upp ut a landi...nu svo eigum vid lika svo rosa flink foreldrasett tad ikki ; )
Gydan

Sirrý Jóns sagði...

...@Heiða, þér var fyrirgefið eins og kom fram seinast

@Everr: þú varst búinn að fá svar er það ekki annars??

@Lilja: takk Liljan mín, alltaf jafn gaman að heyra í þér á msn og samt alltaf of sjaldan...

@Auður: þér er fyrirgefið hér með og ég lofa að knúsa Gunnar frá þér á morgun og láta hann knúsa mig frá mér...þú ert alltaf yndi og við hlökkum til að fá þig í smá heimsókn vonandi fljótlega...takk fyrir að lea og kommenta....haltu því áfram svo gaman að sjá að Kanda fylgist með... :D

@Gyða: já það er örugglega því við erum utan af landi og svo er það þetta fína sett sem er kennt er við foreldra sem ól okkur svona ósköp vel upp. Gæti líka bara verið það sem í okkur var sett... er það ekki kallaður efniviður...amk eitthvað frá ættinni góðu sem geðri okkur svona frábærar, fallegar og að góðum efnivið... er það ekki annars...

...nei maður spyr sig bara...

Sirrý Jóns sagði...

... vá hvað gat ég gert margar stafsetningarvillur áðan?...nei ég spyr mig bara...