...páskarnir teknir í faðmi fjölskyldunnar á Seyðisfirði. Var á einhverjum bömmer svona viku fyrir páska og hringdi í mömmu þá sagðist hún hafa verið að hugsa um að bjóða mér heim kvöldið áður svo ég var fljót að segja já með tilheyrandi gleði ekkasogum. Flaug á miðvikudeginum fyrir páska og byrjaði á því að fylgja pabba á bryggjuna því karlinn þurfti á sjóinn, svo var heimsókn til ömmu og Lillu, það voru 2 flugur í einu höggi því amma var hjá Lillu. Svo byrjaði ballið...á skírdag var byrjað á fermingarveislu hjá Daða þar sem ég þurfti að hemja mig í átinu á gúmmelaðinu því ég var á leiðinni í brúðkaup á eftir. Eygló frænka mín og Dánjal voru að hnýta hnútinn og gerðu það sko með stæl. Flottur matur, ræður, söngur (bæði hóp og ein), skemmtiatriði og svo ball og spjall. Kom heim klukkan hálf 6 og var ekki einu sinni næstum því síðust heim! Á föstudaginn langa var svo 2. í fermingu hjá Daða því við gleymdum að setja peninginn í umslagið!!! Svo matur heima með einn gest, smá partý og svo djammið í Herðubreið. Allt saman alveg rosalega gaman. Eftir þetta var ég svo þreytt að ég svaf í sólarhring og vaknaði fyrir 7 á páskadagsmorgun og var örugglega sú fyrsta á Seyðisfirði til að opna páskaeggið eða klukkan 7:15. Svo vorum við með Gúu og Steina í mat og sátum svo að sumbli til klukkan 6 með tilheyrandi spjalli og hlátrasköllum. Mánudagurinn var tekin frekar rólega og snædd kengúra, alveg hrikalega góð og farið svo í 3ja í fermingu hjá Daða. Smá svona fjölskyldu kaffi fyrir pabba og auðvitað okkur hin til að hjálpa þeim að klára allar kökurnar. Þriðjudagurinn var svo heimsóknardagur, Steini og Gúa aftur í mat og svo kertaljósaspjall þar til var ákveðið að fara í eitt glas niður á Láruna. Það endaði með roknar djammi því þar var fullt af fólki og allir svo glaðir og kátir, skemmtilegir og spennandi og góðir vinir. Endaði í partýi og var samferða Steina frænda heim klukkan 7 um morguninn!!! Mættum slatta af fólki sem var á leiðinni í vinnuna!!! En þrátt fyrir mikla djamm páska voru þetta örugglega bestu páskar sem ég hef átt lengi, er amk mjög sátt við minn hlut.
Kom svo heim á miðvikudagskvöld og fór næstum strax að sofa, var svo þreytt eftir þriðjudaginn. Gunnar fór líka að lúlla því hann var hálf slappur með hálsbólgu og einhvern skít. Í gær var okkur svo boðið í mat til Mikka og Herdísar og fengum kjúlla-nachos. Alveg svakalega gott hjá þeim og bjór og hvítvín með. Við spiluðum og spjölluðum til rúmlega miðnættis en þá var allt gamla fólkið orðið svo þreytt að við kvöddum og ég heim að sofa, snemma einu sinni en! Í dag var svo Kolaport, Laugarvegur og Smáralind með Siggu og Klemensi í góða veðrinu. Núna er ég bara ein heima, Gunnar að spila, Sigga að borða með bróður sínum og Klemens í afmæli. Á mini rauðvín sem ég ætla að sötra ein en svo ætlum vi ð Sigga út og hitta Klemens í trylltum dansi.
Kannski ekki skemmtilegasta bloggið en þið sem eruð ekki hérna hjá mér vitið amk hvað ég hef verið að bralla undanfarið. Verð að fara að vera duglegri, hlýt að fá hugljómanir með hækkandi sól og blómum í högum...
3 ummæli:
mér fannst þetta nú bara löng og góð lesning:) meira svona..go girl!!
Ég er ekki frá því að ég sé farin að þekkja alla fjölskyldu þína af að lesa bloggið þitt;)
Sendi seinbúið páskaknús heim:)
hihi...alltaf gaman ad fa update fra ter kjella...mætti kannski vera pinu oftar!!! segi eg!! ekki kannski duglegust ad skrifa sjalf..! En kissikissi kasskass vullivulli vabbvabb ; )
Skrifa ummæli