mánudagur, febrúar 19, 2007
...alveg hellingur búinn að gerast síðan síðast. Lilla og Gunnsi voru í bænum og ég hékk utan í þeim í heilan dag og hafði það gott, daginn eftir var svo pizzaveisla fyrir alla því það var hin marg fræga mega-vika á Dominos. Svo var auðvitað Valentínusardagurinn og Gunnar var svo elskulegur að gefa mér Valentínusargjöf. Fékk rosalega sæta fiðrildanælu, hann getur þetta strákurinn. Mér finnst samt skemmtilegri hefð að halda upp á konudaginn og bóndadaginn og í tilefni af konudeginum eldaði Gunnar handa mér í gær, verst að það var ekkert svo rómó þar sem heilsan var ekki sem best hjá íbúum Stigahlíðar. Ívar er í heimsókn hjá okkur og hefur spillt okkur eins og honum einum er lagið. Það var ball með Pöpunum á föstudagskvöld og partý hjá Þóru á laugardagskvöld. Við fórum fyrst út að borða á Madonna þar sem Ívar vildi endilega bjóða upp á rauðvínið, er svo mikill herramaður þessi elska. Svo var bara partý, partý, partý, ég ætlaði á Pál Óskar með Klemensi og Ívari en var svo aum í maganum að ég var ekki í miklu stuði. Labbaði niður á 11 með Nedda og fleirum en við Neddi snérum strax við og við komum inn og héldum heim á leið. Held að það hafi líka bara verið sterkur leikur því ég finn að ég er orðin of gömul fyrir svona 2ja daga djömm. Svo er það bara skólinn sem á nánast allan minn hug þessa dagana. Var að læra fyrir félagsfræði prófið sem er á morgun en stein rotaðist yfir þessu "skemmtilega" ljósriti, hrökk upp klukkan 15 og hoppaði fram úr rúminu, svo brugðið var mér. Þá veit ég amk hvað er gott að lesa í kvöld ef það verður erfitt að sofna...
4 ummæli:
Sko mina...bara 2 blogg a stuttum tima vubdidu...hlakka til ad sja tig eftir sma ; )
Sirry mín! Þú veist maður getur allt ef maður á kærleiksbjörn til að knúsa mann!!!
Knús frá Vilnius
eigum vid ad hittast i vikunni
...já alveg endilega að hittast... :D
Skrifa ummæli