miðvikudagur, janúar 08, 2003
...þá er maður loksins komin heim og loksins erum við sameinuð honum Ara okkar aftur, eftir yndislegt jólafrí í Gislaved. Það var rosalega gott og gaman að vera þar en líka æðislega gott að koma heim aftur og ég er viss um að fjölskyldan mín við Granatgatan er alveg sammála þessu, gott að hafa okkur en líka gott að losna við okkur afæturnar aftur!!! :) Annars var bara æðislegt hjá okkur, mikið talað, hlegið, sullað soldið og slappað alltof mikið af, svo mikið að ég átti orðið erfitt með að koma mér fram úr rúminu fyrir klukkan 17:00 á daginn (hmmm, hljómar nú alls ekki líkt mér!!) ;) En ok, við erum amk komin heim og ég er meira að segja búin að taka upp úr töskunum og koma flest öllu fyrir og fara að spila hjá Lovísu og Jónu, við Gummi og Ari gátum ekki látið það heimboðið fram hjá okkur fara þannig að við lulluðum yfir þegar við vorum búin að borða Apu-pizzurnar okkar og erum tiltölulega ný komin heim aftur! Jóna var svo æðislega hugulsöm að hún færði okkur Gumma smá íslenskt sælgæti (Prins Póló, Pipp, karamellur og fleira góðgæti) og harðfisk. Mmmm harðfiskur er svo góður og ég hlakka svo til að fara að narta í þennan, annar pokinn er keyptur en pabbi hennar gerði hinn sjálfur, amk. held ég það!! Það er varla að maður tími að borða þetta góðgæti!! Skrýtið að þegar maður er á fróni borðar maður nánast aldrei harðfisk eða rauðan ópal en um leið og maður er komin út fyrir landsteinanna uppgötvar maður hversu mikið sælgæti þetta er og slefar við tilhugsunina!!! Þegar ég var í Finnlandi var mér einu sinni gefinn einn pakki af rauðum risa ópal og ég smjattaði og kjamsaði á því og var marga daga með pakkann, borðaði svona 2 ópal á dag!! Ég hakkavélin í mannslíki get virkilega treynað mér það sem mér þykir gott og það er ágætt að vita að þetta er mögulegt þó það reyni ekki oft á það!! Ok. nóg af blaðri í bili, ætla að fara að leggja mig því það er nóg að gera á morgun við að endurskipuleggja herbergið okkar og endurbyggja matarforðann í ísskápnum!! En ég lofa ykkur mínir dyggu lesendur (hversu fáir sem þið eruð eruði samt mikilsmetnir) að núna verður aftur reglulegt blogg á þessari síðu eftir næstum 3ja vikna jólafrí! Ég hefði svo sem alveg getað bloggað í fríinu en nennti bara alls ekki að skrifa með sænsku lyklaborði og svoleiðis er það nú bara!!! Við skjáumst seinna!! :)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli