mánudagur, janúar 31, 2005

...já já hroðalega góð helgi að baki. Föstudagskvöldið var frænkukvöld þar sem við Gyða horfðum á idol, spjölluðum og borðuðum smá nammi. Var komin heim fyrir miðnætti, og sat og hrofði á sjónvarpið og hékk í tölvunni og spjallaði á msn. Mjög gott og afslöppunarvænt.

Laugardagskvöldið var vinkonukvöld. Við Inga Hrefna pöntuðum pizzu, leigðum video og keyptum smá nammi og höfðum það hroðalega gott. Rölti svo heim um 2-leytið og var í 25 mínútur að því sökum ofáts og magaverkja en ég komst heim á endanum. Fékk svo hroðalega fullan afmælisfara í heimsókn sem sagði ýmislegt skondið og skrítið sem ég veit ekki hvort er birtingarhæft.

Í gær var svo legið í afslöppun þangað til það var komið að því að næra sig. Þá héldum við 5 stykki á krude-thai eða hvað staðurinn heitir og átum og hlógum yfir okkur áður en rúmlega helmginurinn hélt í bíó. Var loksins að sjá Bridget 2 sem er voðalega fyndin og sæt mynd en aðeins of fyrirsjáanleg á köflum.

Í dag á svo að hitta Klemens og í kvöld er planað að kíkja á einhverjar bíómyndir og hafa það nice. Ætla samt að reyna að sleppa nammin enda hefur verið innbyrgt aðeins of mikið af því síðustu daga!

Þá er hroðalega ítarlega blogginu mínu í dag lokið, alltaf gaman að tíunda allt sem hefur drifið á daga manns. Sumum finnst það víst alveg nauðsynlegt...

Engin ummæli: