fimmtudagur, janúar 13, 2005

...var akkúrat í þessum skrifuðu orðum að flytja aftur inn í litla herbergið mitt eftir rúma viku í lúxusnum. Allt í rusli og klukkan orðin alltof margt eins og venjulega. Nenni ekki að koma mér fyrir en verð víst að gera eitthvað smotterí, amk ryðja rúmið og búa um. Verð svo að fara að koma draslinu mínu frá Svíþjóð austur því það gengur bara alls ekki að vera með allt fullt af pappakössum hérna út um allt, þetta er nú ekki svo stórt herbergi. Probblemmið eru bara aurarnir svo ef einhver vill styrkja mig á sá hinn sami að hafa samband við mig! ;) Mamma??? Pabbi??? EINHVER??? Ég grátbið ykkur!!!!

Það sem hér á eftir fer er tileinkað Magdalenu Kristínu...mannstu hvað við vorum að tala um í dag??? ;)

Svo er hún Madda bara að fara aftur til Svíþjóðar á morgun, heppin hún og góða ferð. Ég fer í skólann og fullt af vinum mínum að vinna. Ég ætla aftur á móti núna að fara að leggja mig, fer fyrst úr buxunum og svo úr öðrum sokknum og svo sörpræs úr hinum líka og skríð undir sæng. Ó mæ hvað ég er fyndin...hahahahaha... :D

1 ummæli:

Magdalena sagði...

hahahha, thu ert algjor snilli!

kvedjur fra Køben