mánudagur, janúar 03, 2005

...hmmmm svona hvað gerðist merkilegt á síðasta ári listi kemur kannski seinna ef ég nenni.

Djammið og ballið í gær var fínt. Við Klemens, Herdís og Sigga sátum í eldhúsinu hjá Klemensi og sumbluðum, töluðum hátt og hlustuðum á íslenska slagara áður en við börðumst á móti vindi á ballið. Áður en við fórum þurfti Klemens einu sinni ef ekki tvisvar að fara út og festa jólaseríuna en hún sýndi víst á sér eitthvað fararsnið. Við mættum á ballið frelar snemma og það er siður sem ég ætla ekki að fara að taka upp því ein ung dama reyndi að klína á mig aldursforsetatitlinum en ég var fljót að benda á að Klemens karlinn er næstum 2 mánuðum eldri en ég. Stuttu seinna kom svo slatti af eldra fólki og mér var létt! :) Eftir ball var svo skundað yfir á hótelið og djammað, sungið, trallað og rallað eitthvað lengur áður en húfunni var skellt á hausinn og sjalið yfir og bundið um hálsinn í sveitakonu stíl. Arkaði heim alein í roki en það var bara hressandi fyrir utan hvað mér var kalt í framan. Kom heim og varð þá alveg hrikalega full, sennilega hitinn og blaðraði heillengi við Öldu í símann sem var á þeim albesta skemmtistað Reykjavíkurborgar BSÍ. Lá svo sauðdrukkin og horfði á bíórásina þegar pabbi vaknaði og fór að laga sér te, ákvað að þá væri kominn svefntími og svaf alveg til hálf fimm og lagði mig svo aftur eftir það! :)

Hitti samt enga sem áttu skilið að vera barðir með háfétinni peru þannig að hún kom aftur með mér heim ónotuð og bíður betri tíma. Þær manneskjur létu annað hvort ekki sjá sig úti eða eiga hreint ekki heima í þessum firði!! Sumar manneskjurnar eiga heima í Reykjavík svo passið ykkur bara...

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

hæhæ :) veit ég er algjör ljóska en skil núna hvað þú varst að meina hefði pottþétt ekki getað fundið út ú r því sjálf hvernig á að senda komment :/
en núna á ég ekki eftir að stoppa :)

Sirrý Jóns sagði...

...hahaha það er ágætt en í framtíðinni er ágætt að kvitta undir svo ég viti alveg pottþétt hver þú ert! ;)

Nafnlaus sagði...

Ég var einmitt að hugsa um það í gær hvort ég hafði ekki gleymt að kvitta :/ en þar sem að það er ekki alveg hægt að treysta á mynnið mitt er ekkert víst að ég muni það í framtíðinni... en geri mitt besta :)
Herdís