miðvikudagur, janúar 19, 2005

...hmmmm alltaf nóg að gerast hérna megin. Löggudrama á Grensás í gær, verið að rekja símtöl og skoða eftirlitsmyndavélar og ég veit ekki hvað og hvað beint fyrir framan hurðina að herberginu mínu. Mér var nú hálf brugðið en er líka að deyja úr forvitni og verð að reyna að grafast fyrir um þetta mál svona þegar allt verður farið að róast.

Við Klemens vorum meiriháttar lúserar í gær og fórum í Ikea sérstaklega til að fara í kaffiteríuna. Þar fengum við kaffibolla og muffins fyrir 90 kr og vorum við bara mjög sátt við það, enda var muffinsið svo stórt að varla þurfti að borða kvöldmat. Held samt að það hljóta að hafa verið eitthvað vafasamt í því miðað við hegðum okkar eftir átið en töum ekkert meira um það. Varð svo ungfrú vinsæl og fór á kaffihús með Hildi Jónu og svo eftir það á bíómynda-kvöld. Bara skemmtilegt og gaman en myndirnar voru frekar langar svo augnlokin voru mjög þung í morgun og ég man ekki einu sinni eftir því þegar klukkan hringdi.

Þvottavélin bíður spennt eftir að ég taki úr henni svo ég er rokin...

Engin ummæli: