...svolítið stressandi atburður átti sér stað í dag, ég hitti foreldra og litlu systur hans Gunna. Hefði kannski átt að vera aðeins stressaðri því þau virkuðu mjög indæl og fín. Hafi bara ekki tíma til þess að stressa mig almennilega upp því ég frétti bara af hittingnum ca hálftíma áður en hann átti sér stað. Gunni var nefnilega að borða hamborgara á American Style og þá hringdi mamma hans og hafði ætlað í heimsókn til hans svo þau skelltu sér bara til okkar. Ég var reyndar stillt aldrei þessu vant og var búin að borða skyr.is-drykk og banana svo ég stal bara nokkrum frönskum! :D Þá er ég búin að hitta alla fjölskylduna hans sem er fínt, ágætt að það sé afstaðið svo ég geti verið stressuð yfir einhverju öðru.
Geri annars lítið annað í frítíma mínum þessa dagana en að horfa á bíómyndir. Skellti mér í 6-bíó í gær með Jónu og Klemensi og sá Cindarella Story. Voðalega sæt og skemmtileg stelpu mynd sem náði að kreista nokkur tár út úr mér. Hefði samt aldrei farið á hana nema af því hún var á 300 kr á stelpudögum. Kom svo heim og horfði á Anchorman með Gunna, frekar vitlaus en fyndin mynd. Já já gaman að því að ég á mér ekkert líf en er amk að vinna upp bíómyndamissi síðustu ára og mánaða...
Engin ummæli:
Skrifa ummæli