föstudagur, janúar 28, 2005

...ekki ennþá orðin nógu góð af þessari flensu, djö...helv...ansk...hef verið veik í næstum 3 vikur samanlagt!! Svo verkefni dagsins eru: fara til læknis, kaupa nammi, horfa á Idol. Gott plan og á vonandi eftir að takast að framkvæma þetta allt saman. Þyrfti líka að hendast á pósthúsið og búð en get auðvitað hent smá mat í körfuna um leið og ég kaupi godiset! :)

Svaf illa í nótt, alltaf að vakna og var heitt og þurfti að pissa og allur pakkinn. Held að það hafi aðallega stafað af ofáti, borðaði cocoa puffs, kentucky, kúlusúkk og snakk allt á ískyggilega stuttum tíma. Það voru læti í maganum þegar hann var að reyna að vinna þetta allt og nokkur rop á heimsmælikvarða heyrðust yfirgefa litla kroppinn. Fékk hrós fyrir þau, strákum finnst víst voðalega gaman að heyra litlar stelpur ropa stóru-karla-ropi. Já einfaldar verur ekki satt?

Svo kom draumurinn ægilegi í morgun. Ég og Inga vorum saman í herbergi og sturtan var rétt fyrir aftan rúmið og allt í rusli og drasli hjá okkur. Hún var að safna fólki sem hún þekkti á dagatal sem á afmæli í apríl og vildi fá 2 á hvern dag, vantaði bara 30 og hún var hæstánægð. Svo ákvað hún að fara á einhverja braut í staðinn fyrir að taka allt frístandandi og þá þurfti hún að taka stærðfræði þar sem þurfti að nota eðlu. Fyrst var eðlan ponsu lítil en stækkaði fljótt og varð risa vaxin en samt geymd í fötu! Mér bauð við henni því hún var heit og ég vildi ekki að hún gengi laus í herberginu þegar við værum þar og vildi alls ekki hafa hana í rúminu!! Þegar ég spurði hversvegna hún þyrfti eðlu í stærðfræði var svarið að það væri svo gott að telja plöturnar á þeim!!

Ruglumbull og ég var fegin þegar ég vaknaði einu sinni en til að pissa...

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

hvaða karl er að hlusta á þig ropa?? móa

Sirrý Jóns sagði...

...nú auðvitað aðalkarlinn þessa dagana, hann Gunnar. Það er aldrei hægt að informa þig um neitt því við hittumst aldrei á msn!! :)