sunnudagur, janúar 23, 2005

...það rættist úr gærdeginum. Lék við Klemens og hann bauð í heimatilbúna pizzu sem var svo góð að hún hefur örugglega dottið af himnum og beint í bakaraofninn *jömmers*. Svo var strætóast heim til að gera mig sætari fyrir afmælið sem ég ákvað að skella mér í því ég var svo hrikalega hress. Það var æðilsega gaman, skemmtilegt og hresst fólk og fullt af bjór og dótaríi til að éta þó ég léti þa ðsíðarnefnda nánast í friði. Svo bara djamm í bænum og frekar snemma heim, þar sem upphófst mikið spjall og grín um kjóla og hitt og þetta sem tja lá eins og hráviði um allt húsið. Bara gaman að því sko! :) Kostnaður kvöldins var 0 krónur því ég fékk allt frítt og keypti ekkert á barnum og þannig finnst mér auðvitað að þetta eiti alltaf að vera.

Dagurinn í dag hefur ekki verið eins góður því ég er fárveik. Þetta er í fyrsta skiptið sem ég hef óskað þess að ég væri þunn en nei mín er með flensu og læti bara, hálsbólga, vöðvaverkir og allur pakkinn. Held mér uppi á verkjatöflum sem ég er ekkert voðalega hrifin af en það er skárra en að liggja grenjandi úr verkjum einhverstaðar úti í horni. Sé fram á svona viku í rúminu miðað við hvernig mér líður núna en vona auðvitað og óska að tíminn verði styttri.

Þarf að fara að búa mig undir video-gláp, sem er ekki leiðinlegt, vona bara að Gunni velji ekki einhverja af þeim örfáu myndum sem ég hef séð...

Engin ummæli: