þriðjudagur, janúar 11, 2005

...já já veit að ég á að vera farin að sofa fyrir löngu en svona er þetta bara. Annars hefur margt skeð síðan ég kom aftur í litlu stórborgina okkar. Byrjaði á því að þurfa að flytja á milli herbergja tímabundið sökum sprungins ofns. Ekki neitt voðalega gaman að því að koma heim og allt á floti og kassinn með sjónvarpinu og sá með geisladiskunum alveg rennadi blautir! Núna er búið að rífa parketið af og þurrka gólfið og ætli það sé ekki verið að setja það nýja á. Góða er að ég spara aðeins í leigu við þetta því auðvitað þarf ég ekki að borga viðgerðartímabilið og svo er ég í miklu betra herbergi núna og langar bara ekkert að flytja aftur í það gamla!!

Annað sem hefur gerst er að ég er byrjuð í skólanum. Byrjaði reyndar svo vel að fá magapest í gær, hélt hún væri búin en nóbbs, veik í nótt og morgun en frekar hress bara núna. Sem er eins gott svo ég geti byrjað fyrir alvöru að skólast og mætt í mjög svo þarfa klippingu á morgun.

Hmmmm já og svo var auðvitað djammað um helgina eins og mín er von og vísa. Skrapp út á föstudaginn og hitti hana Möddu. Það var bara gaman og hún kynnti mig aftur og aftur fyrir vinkonum sínum! ;) Gaman að því bara hahaha. Á laugardaginn leit allt mjög illa út á tímabili en svo hennti mín öllu í poka á mettíma og hljóp í strætó og fór að partýjast með Ingu Hrefnu. Þetta var skemmtilegt kvöld og mikið dansað og hlegið. En í staðinn fyrir að kvöldið endaði á Select til að éta eitthvað gott, vorum sko á ferðinni eftir klukkan 6:30 og allir löngu hættir að nenna að vinna á pizzastöðunum) þá endaði það á spjalli við góðan vin og ekki var það leiðinlegt.

Jæja ætla að fara að koma mér aftur niður og upp í rúm. Er sko í almenningstölvunni hérna því ég hef ekki netið í tímabundna herberginu því ég ákvað að það væri gott að vera nánast netlaus í ca viku. Þessi tölva er yfirleit ekki laus nema um hánótt og tja var reyndar ekki laus þegar ég kom upp. En mér tókst að gefa óvart frá mér ohhhhh hljóð upphátt þegar ég sá manninn í tölvunni svo hann hætti snögglega og sagði að ég mætti nota hana. Ég þakkaði mjög skömmustulega fyrir mig eftir að ég var búin að reyna að segja honum að þetta væri allt í lagi!! :S

Jæks er farin, góða drauma...

1 ummæli:

Magdalena sagði...

uss, þetta er nú meira bullið í þér ;)