...akkúrat núna langar mig að gera ekki neitt eins og ég er vön á kvöldin og hef reynt að halda sem fastast í það. En verkefnin hringsóla yfir höfðinu á mér eins og soltnir hrægammar. Sko þarf nefnilega að koma herberginu mínu í sæmilegt stand fyrir helgina og því fylgir að klára að pakka því sem ég ætla að reyna að senda austur á morgun. Ef ég sendi draslið ekki þá get ég ekki gert herbergið íbúðarhæft alveg strax og það er eiginlega ekki inni í myndinni! Ég sem hata að þrífa er með kláða í puttunum mig langar svo að rífa í ryksuguna og þjóta með hana um allt herbergið og láta skúringa moppuna fylgja fast á hæla hennar. En þetta verður auðvitað ekki gert fyrr en eftir afþurrkun, þrif á baði og skiptingu á rúmfötum. Þetta er svo ókunnugar hugsanir fyrir mig að ég hálf hljóp út í búð að kaupa snakk til að reyna að hægja aðeins á þeim. Já því framkvædirnar eru bara byrjaðar í huganum og þar er ég ferlega glamúrus og sexy með ryk í hárinu og sót á kinninni og glæsimenni kemur og þurrkar það blíðlega af og kyssir mig létt! Ahhhhh aðeins í draumunum, aðeins í draumunum!!!
Ps. veit einhver um ódýra og góða ræstingaþjónusu... ;)
1 ummæli:
sigrídur jónsdóttir er frekar ódýr....hún trífur og fyrir vikid fær hún pizzu eda kínamat...ódýrt og gott og allir græda:)
Skrifa ummæli