þriðjudagur, janúar 25, 2005

...jeij er öll miklu hressari í dag en í gær. Ætli hálf stór pizza með pepperoní, hakki, sveppum og piparosti, 2 l kristall, súkkulaði og fyrsta seasonið af 24 hafi hresst mig við eða ætli þetta sé bara að ganga yfir? Hef ekkert horft á 24 nema hálfan þátt ca tvisvar sinnum og ég verð bara að segja að fyrstu 5 þættirnir eru skemmtilegir og spennandi og þetta lofar mjög góðu. Hef þá amk eitthvað að gera í kvöld og á morgun en vonanst til að komast út hinn daginn.

Er alveg að deyja úr skyndibitaleysi en tími ekki að kaupa mér, er að reyna að spara síðustu krónurnar bara svona af því bara. Eiginlega engin betri ástæða fyrir því en af því bara er ekkert verri ástæða en hver önnur! Finn alveg bragðið af kjúlla-pizzu eða af Kentucky singer-tower borgara en ísskápurinn segir að ég eigi að borða brauð með skinku og osti. Ég og ísskápurinn erum aldrei sammála um hvað eigi að borða...

Engin ummæli: