...mér varð að ósk minni í gær, Gunni kom ekki með mynd sem ég hafði séð. Drengurinn kom askvaðandi með Shaun of the dead sem er mjög skondin, skrítin og skemmtileg mynd. Stalst svo út í nótt um 2-leytið og fékk mér pylsu með kartöflusalati á Select *nammi namm*. Var orðin mjög svöng í eitthvað feitt og gott enda er ég oftast best af flensum á nóttunni. Hef svo legið í rúminu í allan dag og sofið sem er ágætt því annars hefði ég örugglega verið grenjandi úr leiðindum og verkjum. Djöfull er leiðinlegt að vera veik, gæti alveg hangið inni og horft út í loftið þegar það er ekkert að mér en um leið og flensa sest að í líkamanum fyllist ég löngun í að fara út og hanga allan daginn, hitta fólk og sitja á kaffihúsum og matsölustöðum. Aldrei getur maður verið ánægður með það sem maður hefur!
Er farin að taka hita- og verkjastillandi svo ég verði semi-hress í kvöld. Langar að borða eitthvað en er ekkert svöng og svo er líka svo vont að kyngja. Eru ekki allir örugglega að vorkenna mér gríðarlega og senda mér góða "láttu þér batna" strauma...
1 ummæli:
láttu þér batna elskan!! móa
Skrifa ummæli