þriðjudagur, apríl 22, 2003

...það er svo klikkað gott veður, í dag var um og yfir 20°C hiti hérna í Skövde og við Gummi fórum auðvitað út á svalir að sóla okkur. Ég er svo mikill svala elskandi að þetta er í annað skiptið sem ég dvel eitthvað út á þessum svölum að ráði, hitt skiptið var í ágúst þegar við vorum nýkomin hingað og vorum aðeins að spjalla við Andreas, Henrik og félaga. Ég er bara ekki frá því að ég sé að taka örlítinn lit, sést svo sem ekkert en ég fann nokkrar freknur á kinnunum og varð voðalega glöð! :) Nú er bara að sleikja sólina meðan hún varir því einhverjir ósvífnir veðurfréttamenn eru að spá á okkur snjókomu - hvað á það að þýða??? Annars er ferðinni heitið til Jönköping á mánudag eða þriðjudag til að kjósa, það er ekki hægt að sleppa því og svo er það auðvitað ágætis afsökun til að fara eitthvað svona rétt yfir daginn og eyða peningum!! :) Alltaf gaman að fara eitthvað! Svo fyrir ykkur sem fylgist ekki alveg nógu vel með þá á ég afmæli miðvikudaginn í næstu viku, þe. hinn 30. apríl og eins gott að það verði búið að plana fullt af partýjum og flugeldasýningar fyrir mig!! Annars var ég að tala við kónginn og erum við alveg harðákveðin í því að halda upp á afmælin okkar saman næsta og næstu ár enda ekkert því til fyrirstöðu að tvær merkustu manneskjur Svíþjóðar fagni fæðingardegi sínum saman! Þá er bara að tala við Óla Óla og byrja að skipuleggja! :)

Engin ummæli: