mánudagur, apríl 07, 2003
...hmmm er ekki örugglega mánudagur í dag??? Er orðin alveg rugluð í dögunum!!! :S Allaveganna þá fórum við í partý til Rúnu á laugardagskvöldið því hún varð 25 ára á föstudaginn! Þar var rosalegt stuð og við enduðum á Kåren þó það væri nú ekki ætlunin. Þar gerðist margt skemmtilegt, td. fékk ég að sjá sætasta strákinn í Skövde að mati Kristínar en mér til mikillar mæðu var það ekki Gummi minn heldur einhver Svíatittur sem leit svo sem ágætlega út!! :) Ég dansaði líka við súlu sem er í danssalnum og held ég verði bara að fara að vinna á nektardansstað þvílíkir eru nefnilega hæfileikarnir!! ;) Kristín var líka svo heppinn að einhver gamall karl (hvað var hann að gera þarna???) var að reyna við hana þegar við vorum að dansa og hún þurfti amk. einu sinni að slá á puttana á honum!! Þvílíkt ógeðslegur náungi!! Hef sjaldan eða aldrei dansað svona mikið á Kåren og samt dansaði ég ekkert mikið, er miklu meira fyrir að hanga einhversstaðar og sötra öl og eiga gáfulegar samræður við einhverja en að dansa en stundum er maður bara í stuði!! :) Ætla að taka það fram að ég var ekkert drukkin bara pínu kend enda drukkum við skötuhjúin mjög lítið þetta kvöld!! :)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli