...skemmtilegir alltaf þessir sunnudagar! Hérna sit ég og blogga meðan ég er að afþýða ísskápinn en það gengur ekkert sérstaklega vel því hann er svo rosalega frosinn! Hefði þurft að gera þetta í ágúst, allra síðasta lagi í september en við Gummi ákváðum að bíða með þetta fram í apríl!! :) Annars er kappinn bara í fótbolta svo ég á smá friðarstund ein heima í fríi fyrir látunum í honum!! :) Mig langar að fara eitthvað út en mér er illt í maganum! :( Það er eins og það sé einhver óskrifuð regla að ég fá illt í magann þegar það er gott veður eða partý, þetta er alveg ömurlegt *grát grát* en ég er nokkuð viss um að þetta lagast á næstu árum og þá verður nú gott að lifa!! ;) Annars eru nú bara alveg að koma páskar og ég er nú bara farin að hlakka til að borða páskeggið mitt sem er númer 6, ætli ég eigi ekki eftir að borða stóran hluta af egginu hans Gumma líka -hehehehe- svo ætla ég að kaupa svona pappaegg og fylla það af nammi, litlum súkkulaði eggjum og einhverju gómsætu -mmmmmmm- mig hefur langað í svona pappaegg í mörg ár og því um að gera að splæsa einu svoleiðis á sig fyrst þau eru til í hverri einustu búð sem maður fer inn í og kosta ekki mikið! :)
Við Gummi erum bara næstum því alltaf góðu börnin, vorum bara heima í gærkveldi og höfðum það gott! Laugardagar eru skyndubitadagar og þess vegna keyptum við pizzu hjá honum Alexander og Fanta hjá honum Apu! :) Fórum reyndar í ágætis göngutúr í góðaveðrinu í gær og komum svo við í Maxi á leiðinni heim og keyptum okkur smá nammi á tilboði, nammi bragðast aldrei betur en þegar það er á tilboði!! ;) Svo var bara sukkað í namminu í gærkvöldi og horft á Harry Potter 2, hún var þrælgóð og nú er bara að bíða eftir að þeir gefi út mynd númer3, 4, 5, 6 og 7!! :)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli