laugardagur, apríl 19, 2003
...það sem af er þessari páskahelgi er búið að vera alveg mjög fínt. Við erum búin að borða mikið af góðum mat og nammi og snakki og veðrið leikur við okkur. Það er alveg yndislegt þetta sumar veður, allir úti á bolnum! :) Reyndar hef ég heyrt að það sé mjög gott veður á Fróni þannig að ég get víst lítið montað mig! Á skírdag ætluðum við ásamt alveg gommu af öðrum Ísleningum að fara í billijard en það var því miður allt fullt, þá var ákveðið að ath. með að fara í keilu en þar lokaði klukkan 20:00 svo við skelltum okkur öll á Skafferiet og þömbuðum öl eins og við fengjum borgað fyrir það en sannleikurinn er sá að við þurftum að borga fyrir það og vakti það ómælda gleði hjá eigendum staðarins að fá 12 stykki af bjórþyrstum Íslendingum í heimsókn! :) Í gær var svo bara slappað af og étið alveg helling, Gummi kíkti í spil yfir til Ara en þar voru nokkrir félagsþyrstir Íslendingar fyrir. Ég gleymdi mér aðeins í tölvunni og kom bara um 23:00 leytið og horfði á og sýndi Gumma og Stebba G. móralskan stuðning! :) Í dag var svo farið í fótbolta eða tja ég fór með og horfði á og sleikti sólina, tók myndir og videomyndir og skellti mér í búð til að kaupa ennþá meira (hvar stoppar þessi eyðsla eiginlega???). Svo var auðvitað étinn skyndibitamatur eins og venjan er á laugardögum og var ferðinni heitið á McDonalds. Þangað dró ég með mér tvo sveitta karlmenn og er ekkert nema gott um það að segja!! ;) Núna er best að fara að sturta sig því stefnan er tekin á partý hjá þeim Sirrý og Stebba og hver veit nema það verði kíkt eitthvað út á lífið líka, það leiðir tíminn einn í ljós! ;) Ég var farin að örvænta, hélt að það yrði ekkert páskadjamm, við vitum öll að það er engin stórhátið fullkomin nema að það sé amk. eitt þrusu djamm!!! ;) Verð að fara að gera mig ennþá fínni og sætari, við pikkumst!
Engin ummæli:
Skrifa ummæli