...svona örstutt fyrir svefninn. Ég vill þakka Hönnu og Röggu frænku fyrir að sanna fyrir mömmu að ég eigi vini og að einhverjir aðrir lesi bloggið mitt! :) Ég bara varð sár og fékk tárin í augun þegar ég las þetta komment frá minni eigin elskandi móður, þú sem átt að styðja mig í gegnum lífið og reisa mig upp þegar ég fell! Nei ég bara segji svona hehehehe. Annars hvet ég alla til að fara að skrifa í þessa blessuðu gestabók, einhver skemmtileg komment og auðvitað lýsingar á hvað ykkur þykir ég vera dásamleg. Er nefnilega viss um að ef ég fæ einhverja hvatningu þá verð e´g ennþá duglegri að blogga einhverja þvælu fyrir ykkur, ekkert gaman að blogga og blogga og skrifa og skrifa og svo les það enginn nema ég sjálf (já ég veit ég er sjálfselsk!). Jæja Jönköping á morgun, það á að kjósa og borða og versla en er ekki viss um að það verði í þessari röð. Svo vorum við Gummi að ákveða að kíkja til Gautaborgar yfir dag núna í maí eða í byrjun júní, bara svona til að gera okkur dagamun og skoða borgina. Síðast þegar við fórum þangað sáum við lítið annað en Liseberg, það var ekki mikill tími til að skoða þegar við hlupum eftir borginni þverri og endilangri til að ná síðustu lestinni heim! :) Jæja farin að bursta, meira á morgun eða hinn og mamma e-mailið er á leiðinni! :)
Ps. Tja íbúðin var lítil en við höldum að við rúmumst alveg þar, erum samt ekki viss því stærst gallinn er alveg fáranlega lítið frystihólf!! Er að segja ykkur að það er helmingi minna en það sem er í ísskápnum okkar hérna inni og hérna höfum við amk. líka eina hillu í frystinum frammi. Þannig að við erum alls ekki viss um hvað við gerum, iss þetta kemur allt í ljós, kanski verðum við hér eitthvað áfram eða við reynum að fara í Kurorten, já eða við tökum íbúðina. Gott að vera hérna á næsta ári, helmingurinn (sóðarnir)er að fara og þá getum við hin sem verðum eftir ráðið öllu og haft hreint og fínt og segjum að það hafi "alltaf" verið svo fínt hérna síðasta vetur!! ;)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli