...Hann á afmæli í dag,
hann á afmæli í dag,
hann á afmæl'ann Gummi,
hann á afmæli í dag.
Hann er 26 ára í dag,
hann er 26 ára í dag,
hann er 26 ár´'ann Gummi,
hann er 26 ára í dag.
*Klapp klapp klapp og fullt af kossum og knúsi frá mér*
Já þá er hann Gummi minn loksins kominn af léttasta skeiði, bara orðinn 26 ára karlinn og enginn unglingur lengur!! ;) Einhverjar rannsóknir sýna að hjá karlmönnum liggur allt niður á við eftir að hann er orðinn 26 ára!! Hehehehehe Annars liggur afmælisbarnið bara í rúminu með flensuskít, er voðalega lítill eitthvað núna og kúrir sig undir sænginni minni og vill láta vorkenna sér!! :) Skemmtileg afmælisgjöf þessi flensa!! Ég þrælaðist út í bæ til að kaupa afmælisgjöf (peysu og bol) handa drengnum þó að ég sé eitthvað slöpp líka. Gat ekki látið það endurtaka sig sem gerðist í fyrra, þegar Gummi varð 25 ára fékk hann eina gjöf á afmælisdaginn sinn og það var bók frá mömmu minni og pabba. Ég gaf honum ekkert fyrr en um sumarið og mamma hans og pabbi eru ekki ennþá búin að gefa honum neitt!! Hann fær tvöfalda afmælisgjöf frá þeim núna, þau eru fyrir löngu búin að tilkynna okkur það!! :) Jæja best að fara að hjúkra afmælisbarninu og narta í snakk (maður á alltaf að narta í snakk rétt fyrir kvöldmat!!!).
Ég minni á að það styttist óðum í páska og svo afmælið mitt þannig að við erum farin að bíða eftir að pakkarnir streymi inn!! :)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli