fimmtudagur, apríl 17, 2003
...vá bara kominn fimmtudagur, já tíminn flýgur þegar það er gaman! ;) Annars bara bongóblíða hérna og ég kuldaskræfan sjálf fór út á bolnum í gær og varð ekkert kalt, þetta eru miklar framfarir verð ég að segja! :) Við Gummi og Ari fórum fórum í göngutúr á mánudaginn, þessi göngutúr átti bara að vera stuttur en varð svo að 3 og hálfs tíma þrammi út um allt "fjallið" hér og umhverfi þess. Þetta var mjög gaman og við tókum alveg helling af myndum og nokkrar af þeim eru í albúminu á síðunni hans Gumma (jámm ég á eftir að linka á það, geri það við tækifæri!). Eftir þennan rosalega göngutúr var haldið heim og borðað pylsur að sænskum sið og farið svo yfir til Ara húsmóður með meiru til að borða kökur!! Ég fékk hann nefnilega til að halda kökuboð því honum tókst að gera eitthvað í tölvunni sinni og auðvitað vildi ég fagna! ;) Fengum rosalega góðar keyptar kökur en okkur er lofað alvöru heimabökuðu bakkelsi fljótlega (hvernær er það?? Í haust eða??? Hehehehe). Hmmm annars svo sem ekkert sem við höfum gert, jú annars við erum búin að versla í páskamatinn og það verður nautakjöt á páskadag - nammi namm - og kassler á föstudaginn langa, hina dagana verður bara einhver sunnudagsmatur að hætti Sirrýjar (þurr hafragrautur!!! Nei nei lasagna og kjúlli!!) :) Jæja best að fara að sturta sig og fara svo út í þetta yndislega páskaveður sem er hérna! Sól, sól, sól, sól og logn, logn, logn, logn!!! :D
Engin ummæli:
Skrifa ummæli