þriðjudagur, apríl 01, 2003
...bara kominn 1.apríl og ég hef bara ekki gabbað neinn og býst ekki við að gera það enda er ég alltaf svo blíð og góð manneskja! :) Veit um amk. tvo sem eiga afmæli í dag og það eru Geiri bróðir hennar mömmu og Óli hennar Helgu vinkonu, til hamingju með afmælið báðir þó ég búist við að hvorugur lesi þetta. Það sem er merkilegast í fréttum í dag er að ég á afmæli eftir akkúrat 1 mánuð (er meira að segja aðeins minna!!). Já það verður ekki amarlegt þegar ég, Svíakonungur og Óli Óla förum að halda upp á afmælin okkar saman og ekki er það leiðinlegra að það er Valborgarmessa líka, fullt af flugeldum og fylleríum og svo frí daginn eftir því þá er frídagur verkamanna og kvenna!! :) Já mamma og pabbi eiga heiður skilið fyrir að plana mig svona vel eða var ég ekki annars plönuð??? Ég hef bara ekki hugmynd um það en ég veit að ég var mjög velkomin!! :) Annars hef ég ekki gert neitt í dag því það er annar eða þriðji í slappleika!! :( Rölti samt upp í Norrmalm til að kaupa mjólk, túrtappa og haframjöl en gleymdi auðvitað að kaupa haframjölið og skrifast það auðvitað á reikning slappleikans! ;) Aftur á móti þýðir ekkert að vera slöpp á morgun því það er merkisdagur, já það þarf að borga reikninga, þvo handklæði og kanski einhverjar tuskur líka, kaupa afmælisgjöf og elda góðan mat og auðvitað fer megnið af deginum í að kyssa Gumma til hamingju með daginn og óska honum til hamingju með að vera loksins kominn í fullorðinna manna tölu amk. hérna í Svíþjóð (gerðist það ekki fyrir löngu á Íslandi?? Gott að verða ungur í annað sinn en það þýðir víst líka að maður verður fullorðinn aftur!!) ;) Sem sagt merkisdagur á morgun en ekki næstum því eins merkilegur og 30.apríl (eru ekki annars allir farnir að safna fyrir Game Cube handa mér??? það er bara mánuður til stefnu!!) :)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli