föstudagur, apríl 04, 2003
...annar í borga reikninga í dag!! Fór í bæinn í gær til að borga sænsku reikningana okkar en það fór ekki betur en þð að ég gat ekki borgað þá alla sökum þess að hraðbankarnir (fór í 3) vildu ekki leyfa mér að fá eins mikinn pening og ég þurfti!!! :( Tók út helmingin í einum og svo vildi hann bara ekki gefa mér meira, þá fór ég í næsta og fékk hinn helminginn en þurfti pínu meira og fór í 3. hraðbankann en hann sagði bara þverrt nei svo ég þurfti að skilja einn reikning eftir!! Það er hrikalega dýrt (40-50 sek. per reikning!!) að borga reikningana í bönkum hérna, þeir vilja greinilega að fólk noti heimabanka eða það sem þeir kalla privatgiro! Við vorum með heimabanka hérna en vorum ekki nógu ánægð með hann, bölvað vesen á honum og eitthvað fornaldarlegt öryggiskerfi sem enginn banki á Íslandi mundi vera þekktur fyrir að vera með! En ég er semsagt búin að sækja umprivatgiro því nú á að fara að spara!! :) Með privatgiro færðu einhver blöð sem þú fyllir inná hvaða reikninga þú þarft að borga og einhverjar tölur og svo auðvitað upphæðirnar og svo stingurðu þessu bara í þartilgert umslag og sendir þetta alveg ókeypis og þarft ekki heldur að borga þessi fáránlega háu gjöld (veit alveg hvernig þetta drasl virkar bara erfitt að lýsa því almennilega!!)!! Ég meina að þurfa að borga fyrir að borga reikningana, þetta er alveg fáranlegt!!!! Þetta var semsagt hápunktur dagsins í dag, mikið á ég innihaldsríkt líf!
Engin ummæli:
Skrifa ummæli