miðvikudagur, apríl 09, 2003

...hérna sit ég og borða allbran í morgunmat, búin að vera geðveikt dugleg í morgun og þreif baðherbergið hátt og lágt, tók allar flísarnar og pússaði þær og gerði allt voða fínt og glansandi og skúraði svo gólfið með nýju undramoppunni minni!! :) Er líka að þvo þvott því að í dag er ég súperhúsmóðirin mikla! :) Já því í dag virðist vera svokallað gluggaveður og því tilvalið að draga frá rimlagardínurnar og fara í stríð við rykið, hef amk. ekkert skárra að gera nema jú ég ætla að labba út á bókasafn á eftir og fá mér kakó- eða kaffibolla og kíkja í moggann og býst ég sterklega við að heittelskaður sambýlismaður minn komi með mér!! :) Það má kanski nefna það í framhjáhlaupi að við Gummi áttum 2ja og hálfs árs afmæli í gær! :) Mikið hrikalega er tíminn fljótur að líða, finnst eins og það séu bara svona 2 mánuðir síðan við hittumst á Nelly's og ég dró hann með mér heim og sendi svo pabba hans sms mánudaginn eftir því ég fann bara hvergi númer hjá Gumma í símaskránni (kanski því hann átti heima hjá systur sinni í Hafnarfirði en í símaskránni var hann ennþá skráður á Akureyri!!)!! Þá gat Gummi greyið (sem tókst ekki að blekkja mig og komast þannig hjá því að hitta mig aftur) ekki forðast mig og hefur ekki þorað að hætta með mér síðan!! :) Hehehehe gaman að þessu, en svo á líka hún Lilla litla (stóra/litla systir hans pabba) frænka mín afmæli í dag, til hamingju með það Lilla mín!! Hva ertu ekki orðin 63ja eða er mér farið að förlast eitthvað?? Svo á Sigurjón frændi (í hina ættina) líka afmæli í dag og er kappinn sá orðinn 22ja ára, ynnilega til hamingju með það grjónapungur!! ;) hehehehe Allaveganna, núna ætla ég að slafra í mig síðustu mjólkurgegnumblautu allbrönunum mínum og halda svo áfram með hreingerninguna - batnandi konum er best að lifa!!! :)

Engin ummæli: