fimmtudagur, apríl 10, 2003
...hérna snjóar bara eins og norrænu veðurguðirnir fái borgað fyrir það!! Hmmm, kanski fá þeir það og ætla að skella sér til heitari landa yfir páskana! :) Okkur langar svo að skella okkur til Danmerkur yfir páskana en buddan er eitthvað þunn þessa dagana svo það verður víst ekkert af því (nema foreldrum á Íslandi langi endilega til að gefa okkur pening þá er það alveg allt í lagi!!) :) Iss höfum það bara gott hérna í kotinu okkar í staðinn og borðum eitthvað rosalega gott eins og þurrkaðan hafragraut og engin páskaegg því eitthvað virðast allir þessir páskapakkar sem allir eru að fá ekkert vera á leiðinni til okkar!! :( Núna eiga allir sem ætla að senda okkur páskaglaðnig að fara að drífa sig út á pósthús með pakkana því það tekur nokkra daga að koma þessu alla leið til okkar og seinast þegar ég fékk pakka þá fór tilkynningin á vitlausan stað!! Mig sem sagt langar rosalega að borða helling af páskaeggjum (1 er frekar lítið fyrir súkkulaðigám eins og mig) og því hvet ég alla til að senda svo Gummi fái ekki tuð og væl í gjöf á páskadagsmorgun!! ;) Er að reyna að ákveða hvort ég eigi að nenna að labba í ræktina í þessu "ó"veðri sem er í dag, hmmm það kemur í ljós síðar í dag!! :)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli