föstudagur, apríl 04, 2003

...þá er enn einn föstudagurinn að kvöldi kominn!! Við hjónaleysin gerðum nú ekki mikið af okkur í dag, en okkur tókst að eyða metupphæð í Willy's því við ákváðum að kaupa okkur skúringarmoppu!! :) Orðin hundleið á þessari ógeðslegu skúringargræju sem er til hérna í sameigninni, alveg viðbjóðsleg og geðveikt skítugt og svo er ekki hægt að taka bara hausinn af græjunni til að þvo hann (held amk. ekki!). Þetta eru svona margir angar sem hanga saman neðan í skaftinu, alveg viðbjóðslegt að nota þetta drasl, ýtir bara skítnum fram og til baka í staðinn fyrir að þrífa hann upp!!! Þannig að við keyptum svona moppu eins og venjan er að nota á Íslandinu góða og tæknivædda svo bráðum verður gólfið alveg skínandi hreint hjá okkur! :) Vonumst til að geta flutt í aðeins stærra í sumar svo við erum bara á refresh takkanum allan daginn núna og erum búin að gera heimasíðu Skövdebostäder að upphafsíðunni hjá okkur þangað við getum bókað íbúð við hæfi! :) Ætlum nú samt ekkert að stækka mikið við okkur því við kunnum ágætlega við að búa þröngt, þá fer maður amk. ekki að safna að sér of miklu drasli (eins og Gummi er þekktur fyrir en alls ekki ég!!!). Vorum að pæla í 50 m2 íbúð en erum núna að pæla í 30 m2 íbúð (erum núna í 21,5 m2) því það er MIKLU ódýrara og ætta að vera alveg nóg amk. í eitt ár eða svo en þetta er alls ekkert komið á hreint því þetta er erfið ákvörðun skal ég segja ykkur! Hver veit nema við endum svo í rosalegri villu, bara alveg 50 m2 með 2 herbergi og rosalegum lúxus?!?!?!?! Hehehehe nei ég segji svona það er enginn gífulegur lúxus þar nema þá fullorðin eldavél en ég held að það sé líka þannig í þesum sem eru 30 m2!!! Hmmm þetta kemur vonandi allt fljótlega í ljós, ég er amk. bjartsýnin uppmáluð!! :)

Engin ummæli: