laugardagur, apríl 12, 2003

...mmmm góður dagur í dag, ekki kalt og ekki heitt og bara fínt að vera úti á röltinu eins og við Gummi gerðum! :) Fengum páskasendingu frá foreldrum mínum og í pakkanum leyndust líka 4 rúllutertur frá ömmu Siggu (amk. býst ég við að þær séu frá henni!), það var ekki seinna vænna að fá nýjar því við erum ný búin að klára þær sem við fengum fyrir jólin!! Maður tímir ekkert að borða svona sælgæti upp á nóinu, þetta verður að spara og spara og spara en vera samt búin að borða þær áður en þær þorna upp í frystinum! Mmmm hvað ég hlakka til að fá mér rúllutertu og páskaegg frá Nóa-Síríus nr. 6 á páskadag!! :) Annað eggið kom alveg heillt til okkar en hitt var brotið en það er nú allt í lagi því þá sparar maður kalóríur á að þurfa ekki að hafa fyrir því að brjóta það sjálfur!! :) Annars ekkert að frétta, erum bara að hafa það gott fyrir framan imbakassann. Erum nýlega búin að klára að horfa á Harry Potter nr.1 og éta tonn af snakki og drekka með því kók og kolsýrt vatn. Myndin var mjög fín, hef lesið bækurnar og varð ekki fyrir vonbrigðum með myndina sem betur fer, auðvitað komst ekki allt fyrir en hún stykklaði á öllu því mikulvægasta! :) Ég las nú allar 4 bækurnar um galdrastrákinn frækna í sumar þegar ég var á Akureyri og ég elskaði þær og langar að eignast þær allar! :) Gumma fannst það reyndar svolítið skondið að ég væri að tárast yfir mynd sem ég vissi alveg hvað gerðist í en það er sko ekkert nýtt, hann ætti að sjá mig þegar ég er að horfa á gömlu spólurnar mínar sem ég er búin að horfa á tíuþúsund sinnum en fæ samt tár í augun yfir sumum atriðum bara af því að þau eru svo falleg!! Hmmm, ég veit ég er skrítin en það er betra að vera skrítin og lifa skemmtilegu, tilfinningaríku og áhugaverðu lífi en að vera að reyna að berjast við að vera einhver annar en maður er, er það ekki annars???

P.s. stór og mörg knús og fullt af kossum til mömmu, pabba og ömmu fyrir sendinguna! :*

Engin ummæli: