fimmtudagur, apríl 24, 2003

...jæja hvað segja allir þá? Þá er sumarið komið á Fróni amk. svona á almanakinu, ég hef ekki hugmynd um hvernig veðrið er á Íslandi svo ég ætla ekkert að fullyrða um hvort sumarið er komið í alvörunni eða ekki! Hmmm hvað er ég búin að gera í dag? Tja, það er nú eitthvað lítið. Fékk símtal frá Öldu Diljá vinkonu minni og það var ekki leiðinlegt, svo ætlaði ég að hringja í Helgu vinkonu en hún þóttist vera úti í labbitúr svo hún hringdi í mig þegar hún kom heim. Varð bara að fá að tala við einhverja því pabbi hringir venjulega á fimmtudögum en hann er ekki í landi núna því þeir tóku páskastopp. Ég reyndi að hringja í mömmu en amma Gústa var hjá henni svo ég vildi ekki vera að blaðra frá mér vit og rænu við mömmu og láta aumingja ömmu Gústu bara hanga eina í eldhúsinu að drekka gamalt (við mamma tölum sko stundum rosalega lengi) kaffi og horfa á gardínurnar! Ekkert vit í því! Gaman að fá svona símaæði, sérstaklega þegar maður borgar minnstan partinn af verðinu, já ég er alltaf að reyna að spara svo ég geti keypt mér eitthvað, meikar það einhvern sens??? Örugglega ekki!! Annars er best að fara að koma sér í rúmið því á morgun þarf ég víst að gera eitthvað, búðast, ræktast, taka tilast, þrífast og skrifast! Já það er alltaf svo mikið að gera á stórum heimilum sem velta auk þess miklu!! :P

Engin ummæli: