...páksadagur liðinn og eggið ekki ennþá búið! Held að mér sé farið að förlast eitthvað, reyndar var svo margt annað girnilegt að borða að það var ekki pláss fyrir allt eggið góða. Var samt svo dugleg að vakna alveg af sjálfsdáðum klukkan 10:30 í gærmorgun og fá mér morgunmat og byrja smá á egginu og lagði mig svo aftur í 3 tíma! :D Foreldrar mínir voru ekkert að nískunasast þegar þau keyptu eggið handa mér því þau keyptu konfektegg frá Nóa Siríus. Ég sé reyndar fram á að þurfa að taka það með mér suður á morgun því rommkúlutertan er svo dísæt að eggið fær að bíða í ísskápnum. Er nefnilega erfiðara að taka kökuna með og ekki get ég sleppt því að borða eitthvað af þessu gúmmelaði sem mamma hefur töfrað fram um páskana!! :D
Annars er hitinn alveg að drepa okkur hérna í firðinum fagra og ég svitna eins og ég fái borgað fyrir það. Væri ekki amarlegt að fá feita ávísun inn um bréfalúguna fyrir allan þennan svita, fer nefnilega að vanta föt fyrir sumarið. Það er annað hvort að kaupa ný eða fara að hreyfa sig svo þau gömlu sitji betur. Kannski það verði bara sitt lítið af hvoru, hver veit...
1 ummæli:
hæhæ!
Verða bara að segja þér að ég er að fara helgarferð til Spanien... ég er að springa úr spenningi! Bara 12 dagar... úff hvað það verður gaman :) en heyri í þér seinna :)
Herdís
Skrifa ummæli