fimmtudagur, mars 24, 2005

...daman mætt í fjörðinn fagra og ekkert nema gott um það að segja. Þriðjudagurinn fór í heimsóknir, matarkaup og ótrúlega gelgju um kvöldið! :S Í gær var svo meira verslað og önnur heimsókn og góð afslöppun um kvöldið með nammi og allt. Svo var mamma svo dugleg að baka bananaköku og kryddbrauð með litlum sykri þannig að við getum öll notið þess saman í kaffitímum alveg án samviskubits. Jarðarberjatertan dísæta bíður þar til á morgun! :D

Í dag var mér svo boðið í 2 fermingarveislur, ein með kökum og ein með mat. Ekkert nema gott um það að segja en á endanum var ég orðin svo södd og komin svo mikil værð yfir mig að ég bað pabba um að skutla mér heim. Var reyndar búin að plana að setja skraut í hárið á mér og stilla mér upp við gjafaborðið og segja "gjafirnar á borðið takk, umslögin til mín" og stinga svo af með fullt af peningum. En þessi dagur dregur fram allt það góða í manni svo þessi áætlun var sett í salt þar til annað svona gott peningagróðatækifæri bíðst...

Engin ummæli: